Sköpun

Skapandi námssamfélag og sköpunarver

Í þessu erindi sem haldið var á menntastefnumótinu 10. maí 2021 kynna þær Hafey, Bryndís og Þóra samstarf þriggja grunnskóla í Breiðholti og Fab-Lab Reykjavíkur.  Samstarfsverkefnið ber nafnið Skapandi námssamfélag og felur í sér að setja upp sköpunarver í grunnskólunum til að efla sköpunargleði nemenda. Farið verður yfir framvindu verkefnisins til þess að efla kennara …

Skapandi námssamfélag og sköpunarver Read More »

Allir í bátana – um starfendarannsóknir í Dalskóla

Í þessu erindi sem flutt var á menntastefnumótinu 10. maí 2021 segir Hildur Jóhannesdóttir skólastjóri í Dalskóla frá því hvers vegna og hvernig allir kennarar í hennar skóla gera árlega starfendarannsókn um valið rannsóknarefni. Starfendarannsóknir eru mikilvægar í skólanum til þess að festa virkt lærdómssamfélag í sessi.

Drengir og grunnskólinn

Í þessu erindi segir Nanna Kristin Christiansen frá því hvernig leiðsagnarnám getur stuðlað að góðu námsumhverfi fyrir bæði drengi og stúlkur. Erindið var upphaflega flutt á ráðstefnunni “En ég var einn – sjálfsmynd stráka og kerfið”.

#útierbest

Í þessu myndbandi er sagt er frá þremur skemmtilegum dagskrárliðum sem MÚÚ stendur fyrir og eru til þess fallnir að efla útivist og útinám í nærumhverfi barna og unglinga í skóla og frístundastarfi; – Úti er ævintýri útinámsdagskrá – Lundurinn útikennslustofa og útieldhús – Efnisveitan náttúrulegur efniviður Miðstöð útivistar og útináms (MÚÚ) er þekkingarstöð í …

#útierbest Read More »

Mig dreymir um að verða … Stoðdeildin Birta

Í þessu myndbandi sem sýnt var á Menntastefnumótinu 2021 er sagt frá verkefninu Að endurskrifa sögur stríðs í sögur friðar og greina nemendur við stoðdeild Birtu lífssögu sína og segja frá framtíðardraumum sínum. Börnin lesa saman valdar barnasögur frá ýmsum menningarheimum sem koma inn á hluti eins og að taka jákvæðar ákvarðanir, hjálpa öðrum og sýna …

Mig dreymir um að verða … Stoðdeildin Birta Read More »

Sjálfbærni – náttúra – sköpun (LÁN) í Foldaskóla

Í þessu myndbandi segja Karen Björk Guðjónsdóttir, Rut Friðriksdóttir og fleiri kennarar í Foldaskóla frá þemaverkefninu Sjálfbærni-náttúra og sköpun, sem unnið var á vormisseri 2021 í samstarfi við LÁN – listrænt ákall til náttúrunnar. Foldaskóli er Grænfánaskóli og heilsueflandi skóli og kallaðist verkefnið því vel á við áherslur skólans í umhverfismálum. Í 5. bekk völdu …

Sjálfbærni – náttúra – sköpun (LÁN) í Foldaskóla Read More »

Menningarmót í 5. bekk

Á Menningarmótum fá nemendur tækifæri til að hittast og kynna sína persónulegu menningu í hvetjandi umhverfi. Ekki er endilega um að ræða þjóðarmenningu eða upprunamenningu einstaklinga heldur er markmiðið að hver og einn varpi ljósi á það sem skiptir hann mestu máli eða vekur áhuga hans. Í þessu myndbandi er sýnt frá menningarmóti í 5. …

Menningarmót í 5. bekk Read More »

Herramenn/Ungfrúr – sögugerð

Í þessu myndbandi segir Belinda Ýr Hilmarsdóttir umsjónarkennari frá verkefni í 1. og 2. bekk Norðlingaskóla þar sem unnið var með bækurnar um Herramennina/Ungfrúr í sögugerð. Nemendur sköpuðu persónur gáfu þeim nafn og persónueinkenni og settu inn í söguumhverfi og bjuggu svo til sína eigin bók.  

UNICEF – Akademían

UNICEF – Akadamían er fræðsluvettvangur UNICEF á Íslandi þar sem samstarfsaðilar geta sótt upplýsingar um verkefni, námskeið og  fræðslu fyrir starfsfólk, ungmennaráð, réttindaráð og nemendur. Þar má m.a. finna námskeið um: • Barnvæn sveitarfélög • Réttindaskóla og – frístund • Barnasáttmálann

Scroll to Top
Scroll to Top