Félagsfærni, Heilbrigði, Sjálfsefling

Betra Breiðholt fyrir unglinga

Samstarfsverkefni skóla- og frístundadeildar Breiðholts, Þjónustumiðstöðvar Breiðholts og Keðjunnar sem miðar að því að mæta flóknum bráðavanda sem upp kemur meðal unglinga, með snemmtæka íhlutun að leiðarljósi.

Verkefnið er unnið af þverfaglegu teymi skipuðu lykilstarfsfólki áðurnefndra stofnana auk teymisstjóra. Teyminu er ætlað að setja fram einstaklingsmiðaða framkvæmdaráætlun er varðar ungling eða hóp unglinga þar sem teymifulltrúar bera ábyrgð á hlutverki sinnar stofnunar.

Teymisstjóri er tengiliður við samstarfsstofnanir. Hann vinnur í því umhverfi unglingsins sem nauðsynlegt er hverju sinni, hvort sem er á skólatíma, í frístundastarfi eða frítíma og vinnur náið með starfsmönnum samstarfsstofnana. Hver unglingur fær úthlutað talsmanni á meðan á vinnslu máls stendur. Með verklaginu er heildarsýn og ábyrgð tryggð og stuðningur við hæfi veittur. Með slíku verklagi er hægt að eyða hindrunum sem verið hafa til staðar og hægt að veita unglingum í vanda þjónustu án biðlista. Verkefnið er tilraunarverkefni til tveggja ára og verður árangur verkefnins mældur í samvinnu við háskólasamfélagið.

Skólaárið 2020-2021 fékk verkefnið 4.000.000 kr. í styrk.

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Heilbrigði, Sjálfsefling
Starfsstaður Frístundastarf, Grunnskóli
Skólaár 2020-2021
Viðfangsefni Félagsfærni, sjálfsefling, heilbrigði
Scroll to Top
Scroll to Top