Markmið verkefnisins er að efla hina siðfræðilegu vídd frístundastarfsins: Að gera starfsfólki og börnum auðveldara fyrir að ræða hinn siðferðilega veruleika með gagnrýna hugsun í fararbroddi þannig að börnin skilji þær reglur, boð og bönn sem í honum felast. Við teljum verkefnið stuðla að siðferðilegri yfirvegun, dómgreind og gagnrýninni hugsun barnanna og auka fagmennsku starfsfólks.
Samstarfsverkefni frístundaheimilisins Undralands, frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar og Háskóla Íslands.
Skólaárið 2019-2020 fékk verkefnið 1.300.000 kr. í styrk