Þróunarverkefnið Föruneytið hefur það að markmiði að efla félagslegt taumhald barna og unglinga. Ísland hefur verið í fararbroddi þegar kemur að forvörnum og höfum við oftar en ekki komið í fréttum erlendis þar sem íslenska forvarnamódelið er tekið til fyrirmyndar. Ótrúlegur árangur hefur náðst síðustu ár með módelinu, meðal annars með því að efla þátttöku barna og unglinga í skipulögðum tómstundum og þar af leiðandi minnka neyslu áfengis og annarra vímuefna.
Verkefnið er leitt af Tjörninni frístundamiðstöð og unnið í samstarfi við Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, Lögreglunna, Barnavernd, Kringlumýri, Ársel, Miðberg og allar félagsmiðstöðvar í borginni.
Skólaárið 2019-2020 fékk verkefnið 2.000.000 kr. í styrk