Félagsfærni, Heilbrigði

Föruneyti félagsmiðstöðvar

Þróunarverkefnið Föruneytið hefur það að markmiði að efla félagslegt taumhald barna og unglinga. Ísland hefur verið í fararbroddi þegar kemur að forvörnum og höfum við oftar en ekki komið í fréttum erlendis þar sem íslenska forvarnamódelið er tekið til fyrirmyndar. Ótrúlegur árangur hefur náðst síðustu ár með módelinu, meðal annars með því að efla þátttöku barna og unglinga í skipulögðum tómstundum og þar af leiðandi minnka neyslu áfengis og annarra vímuefna.

Verkefnið er  leitt af Tjörninni frístundamiðstöð og unnið í samstarfi við Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, lögregluna, barnavernd, Kringlumýri, Ársel, Miðberg og allar félagsmiðstöðvar í borginni.

Skólaárið 2019-2020 fékk verkefnið 2.000.000 kr. í styrk

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Heilbrigði
Starfsstaður Frístundastarf
Skólaár 2019-2020
Viðfangsefni Félagsfærni, sjálfsefling, heilbrigði
  • Áherslur verkefnisins

    Meðal áherslna verkefnisins er að efla foreldrasamstarf og foreldrarölt og koma á fót skipulögðu götustarfi.

    Einn lykilþátturinn í forvarnarmódelinu er samvinna allra aðila sem koma að uppeldi barna og unglinga og þar er foreldraröltið afar mikilvægt. Foreldraröltið og eftirfylgni lögboðins útivistartíma eflir öryggi hverfisins og býr til samfélag þar sem foreldrar og forsjáraðilar taka höndum saman og eru samstilltir. Hlutverk götustarfs er að stemma stigu við að börn og unglingar séu eftirlitslaus úti eftir lögboðinn útivistartíma og að vinna gegn neyslu áfengis og annarra vímuefna þeirra.

  • Kynning á flotanum frá Menntastefnumóti 10. maí 2021

  • Stillum saman strengi - mikilvægi samstarfs, félagsmiðstöðva, grunnskóla og lögreglu í forvarnarstarf

  • Kynning á verkefninu

  • Handbók um foreldrarölt

  • Lokaskýrsla verkefnisins

Scroll to Top