Félagsfærni, Heilbrigði, Sjálfsefling

Frístundafræðingur á miðstigi

Verkefnið felur í sér að búa til stöðu frístundafræðings í þeim tilgangi að efla félagsfærni, sjálfsmynd, veita umhyggju og auka virka þátttöku barna á aldrinum 10-12 ára í Engjaskóla og Borgaskóla. Verkefnið er nýtt og hefur ekki unnið áður hér á landi svo vitað sé. Fyrirmyndin er fengin úr hugmyndafræði og verkefnum sem frístundafræðingar á barnastigi sinna nú í samstarfi frístundaheimilis og skóla víðs vegar um borgina. Ein af megináherslum í starfi frístundafræðingsins er að vinna markvisst að samskiptum, félagsfærni og að því að efla trú barnanna á eigin getu.

Beitt verður aðferðum eins og hópefli, æfingum, leikjum, samtölum og styttri og lengri útiveru og útivist til að styrkja vináttu barna á miðstigi. Mat verður lagt á hvort og hvernig verkefnið hefur áhrif á félagsfærni þátttakenda og hvernig félagsleg tengsl og líðan þróast á tímabilinu, þ.e. tengsl nemendur við starfsfólk skóla- og frístundasamfélagsins annars vegar og við samnemendur hins vegar, af helstu fræðimönnum Háskóla Íslands á þessu sviði.

Frístundamiðstöðin Gufunesbær stýrir verkefninu í nánu samstarfi við Engjaskóla, Borgaskóla, Miðstöð útivistar og útinám og Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Skólaárið 2020-2021 fékk verkefnið 4.000.000 kr. í styrk.

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Heilbrigði, Sjálfsefling
Starfsstaður Frístundastarf, Grunnskóli
Skólaár 2020-2021
Viðfangsefni Félagsfærni, sjálfsefling, heilbrigði, fagmennska og samstarf og Virkni barna og þátttaka
Scroll to Top