Félagsfærni, Sjálfsefling

Leikur, nám og gleði

Leikskólarnir Grandaborg, Gullborg og Ægisborg í samstarfi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands fengu styrk vegna verkefnisins Leikur, nám og gleði. Markmið verkefnisins eru tvö. Í fyrsta lagi að undirstrika mikilvægi leiksins sem meginnámsleiðar barna með áherslu á hlutverk og stuðning kennara og annars starfsfólk, námsumhverfi sem styður við leik og að börnin hafi tækifæri til að læra hvert af öðru. Í öðru lagi að þróa starfshætti sem taka mið af þörfum yngstu barnanna og námi. Markmið verkefnisins endurspegla áherslu menntastefnunnar á fagmennsku og samstarf leikskólanna og aukna þátttöku barna og virkni í leikskólastarfinu. Einnig á sjálfseflingu og félagsfærni þar sem leikskólastarf á að byggja á leik semmeginnámsleið barna, jafnrétti og virkri þátttöku með því að skapa þeim tækifæri til að upplifa lýðræðisleg vinnubrögð og samskipti í daglegu starfi.

Til að ná þessum markmiðum verður lögð áhersla á að styrkja starfsfólk leikskólanna með þátttöku í fræðslu og umræðu um hvernig hægt er að leggja frekari áherslu á leik sem meginnámsleið barna, virða skoðanir þeirra og áhrifamátt við skipulagningu leikskólastarfs og mæta þörfum yngstu barnanna.

Verkefnastjóri er Helena Jónsdóttir.

Verkefnið hlaut 4.000.000 kr. styrk úr B-hluta þróunarsjóðar 2022-2023.

 

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Sjálfsefling
Starfsstaður Leikskóli
Viðfangsefni Fagmennska og samstarf, virkni barna og þátttaka, sjálfsefling og félagsfærni
Scroll to Top
Scroll to Top