Öll sem eitt! er þróunarverkefni sem miðar að því að bæta líðan hinsegin barna og unglinga og bregðast við þeim auknu þörfum fyrir þjónustu við hinsegin börn og unglinga í skólum og félagsmiðstöðvum. Unnið verður að því að auka virkni og þátttöku hinsegin barna og unglinga í faglegu frístundastarfi með því að bjóða upp á starf fyrir þau í öruggu umhverfi með vel þjálfuðu starfsfólki.
Í verkefninu verður lögð áhersla á að styrkja sjálfsmynd og stuðla að aukinni sjálfsþekkingu hinsegin barna og unglinga með því að kortleggja hópinn og bjóða upp á sértækt hópastarf fyrir hinsegin börn og unglinga sem þurfa styrkingu. Einnig verður unnið að auknu foreldrasamstarfi félagsmiðstöðva við foreldra hinsegin barna og unglinga. Síðast en ekki síst mun verkefnið stuðla að aukinni þekkingu og færni starfsfólks félagsmiðstöðva í starfi með hinsegin börnum og unglingum í félagsmiðstöðvum borgarinnar.
Verkefnið er leitt af Tjörninni frístundamiðstöð í samstarfi við Ársel, Gufunesbær, Kringlumýri, Miðberg og félagsmiðstöðvar í Reykjavík. Auk þeirra taka Rannsóknarstofa í tómstundafræði við Menntavísindasvið Háskóli Íslands og Samtökin 78 þátt í verkefninu.
Skólaárið 2020-2021 fékk verkefnið 4.000.000 kr. í styrk.
Skólaárið 2021-2022 fékk verkefnið 4.000.000 kr. í styrk.
Skólaárið 2022-2023 fékk verkefnið 4.000.000 kr. í styrk.