Í þessu riti má finna samansafn af verkfærum sem notuð voru á leiklistarnámskeiði sem Frístundamiðstöðin Tjörnin hélt ásamt Austurbæjarskóla með stuðningi frá Menntavísindasviði HÍ.
Í ritinu má finna almenna leiki og æfingar sem hægt er að nota í upphitun, einbeiting til að
byggja upp traust, bæta samskipti, efla gagnrýna hugsun o.s.frv. auk sérhæfðra leiklistaræfinga til að draga fram sköpunargleði hópsins sem verið er að vinna með.
Þetta verkfæri er afrakstur verkefnisins Draumasviðið sem fékk styrk út B-hluta þróunar- og nýsköpunarsjóðs skóla- og frístundaráðs fyrir skólaárið 2019-2020.