Félagsfærni, Læsi, Sjálfsefling

Draumasviðið – tækifæri sköpunar

Samstarfsverkefni Tjarnarinnar/100 og 1, Austurbæjarskóla og Háskóla Íslands.

Markmiðið með verkefninu er að styrkja félagsfærni og efla jákvæð samskipti meðal unglinga í Austurbæjarskóla í gegnum listsköpun með því að búa til samsköpunarverk þar sem unglingarnir semja eða velja viðfangsefni til að setja upp á sviði. Áhersla er lögð á að vinna með sjálfsmynd unglinganna, hópinn í heild sinni og virðingu og samkennd.

Styrkleiki fjölmenningarinnar inni í skólanum er nýttur til að efla unglingana, kanna ólíka menningarheima og leita að því sem tengir okkur öll.

Skólaárið 2019-2020 fékk verkefnið 2.000.000 kr. í styrk.

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Læsi, Sjálfsefling
Starfsstaður Frístundastarf, Grunnskóli
Skólaár 2019-2020
Viðfangsefni Félagsfærni, sjálfsefling, læsi
Scroll to Top
Scroll to Top