Félagsfærni, Sjálfsefling

Draumasviðið

Draumasviðið var samstarfsverkefni frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar, Austurbæjarskóla og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og hlaut B-hlutastyrk úr þróunar- og nýsköpunarsjóði skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur fyrir skólaárið 2019-2020. Markmið verkefnisins var að þróa mótsvar við þessum áskorunum í lífi unglinga í gegnum leiklistaráfangann Draumasviðið sem boðið var upp á sem val fyrir 8.-10. bekk í Austurbæjarskóla. Í þessu myndbandi fer Eva Halldóra Guðmundsdóttir leiðbeinandi Draumasviðsins yfir hvernig samsköpunarvinna leiðir að markmiðum áfangans.

Á dögum þar sem félagslegu öryggi er ekki einungis ógnað í raunheimum heldur einnig á netsamskiptum þróa unglingar með sér óraunhæfar kröfur, hvernig þau ,,eiga” að líta út, hvað er eðlilegt í samskiptum og hver vinnan er að baki sigrunum. Oft eru þessar raddir ráðandi í lífi barna og unglinga og því þurfa þau leiðsögn til að læra gagnrýna hugsun, sjálfseflingu og samkennd. Þetta eru meðal þeirra viðfangsefna sem skoðuð voru í Draumasviðinu.

Á síðu verkefnisins má finna ítarlegar upplýsingar um uppsetningu námskeiðsins, handrit sem notast var við og skýrslu þróunarverkefnisnis.

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Sjálfsefling
Gerð efnis Ítarefni, Myndbönd
Markhópur Starfsfólk og starfsþróun
Viðfangsefni Andleg og félagsleg vellíðan, félagsfærni, gagnrýn hugsun, sjálfsefling, leiklist
Scroll to Top
Scroll to Top