Borgarleikhúsið í samstarfi við Jafnréttisskólann og Viku6 bauð unglingum úr 10. bekk að koma með félagsmiðstöðinni sinni á söngleikinn Eitruð lítil pilla í febrúar 2024. Leikhúsferðinni var svo fylgt eftir með fræðslupakka þar sem unnið var með þemu verksins. Söngleikurinn tekst á við málefni eins og fíknivanda, kynferðisofbeldi, framhjáhald, brothætta glansímynd, fordóma, kynvitund og fleira.
Félagsfærni, Heilbrigði, Sköpun
Eitruð lítil Pilla – Fræðslupakki
Tenging við menntastefnu
Félagsfærni, Heilbrigði, Sköpun
Gerð efnis
Kveikjur, Verkefni
Markhópur
Unglingar
Viðfangsefni
Leiklist, kynheilbrigði, jafnrétti, gagnrýnin hugsun, sjálfsmynd, staðalmyndir
-
Eitruð lítil pilla - Fræðslupakki
Borgarleikhúsið í samstarfi við Jafnréttisskólann og Viku6 bauð unglingum úr 10. bekk að koma með félagsmiðstöðinni sinni á söngleikinn Eitruð lítil pilla í febrúar 2024. Leikhúsferðinni var svo fylgt eftir með fræðslupakka þar sem unnið var með þemu verksins. Söngleikurinn tekst á við málefni eins og fíknivanda, kynferðisofbeldi, framhjáhald, brothætta glansímynd, fordóma, kynvitund og fleira.
-
Framkvæmd verkefnis 2024
Starfsfólkið sem tók verkefnið að sér fékk í hendur fræðslupakkann sem Jafnréttisskólinn, Eva Halldóra verkefnastjóri Barnamenningarhátíðar, Emelía verkefnastjóri Borgarleikhússins og Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir og Maríanna Guðbergsdóttir hjá Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar bjuggu til í sameiningu.Borgarleikhúsið bauð svo 600 unglingum á rennsli á söngleiknum í febrúar 2024 og mættu unglingarnir á söngleikinn með bros á vör og nutu sýningarinnar. Daginn eftir sýningu hittist hver hópur með sínu starfsfólki og fór í gegnum fræðsluna saman. Þar gafst unglingunum tækifæri til að rýna í þær áskoranir sem birtust í sýningunni, leita lausna við þeim vanda sem blasti við og spegla hann yfir á veruleika unglinga á Íslandi í dag. -
Fræðslupakki