Félagsfærni, Heilbrigði, Sköpun

Eitruð lítil Pilla – Fræðslupakki

Borgarleikhúsið í samstarfi við Jafnréttisskólann og Viku6 bauð unglingum úr 10. bekk að koma með félagsmiðstöðinni sinni á söngleikinn Eitruð lítil pilla í febrúar 2024. Leikhúsferðinni var svo fylgt eftir með fræðslupakka þar sem unnið var með þemu verksins. Söngleikurinn tekst á við málefni eins og fíknivanda, kynferðisofbeldi, framhjáhald, brothætta glansímynd, fordóma, kynvitund og fleira.

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Heilbrigði, Sköpun
Gerð efnis Kveikjur, Verkefni
Markhópur Unglingar
Viðfangsefni Leiklist, kynheilbrigði, jafnrétti, gagnrýnin hugsun, sjálfsmynd, staðalmyndir
  • Eitruð lítil pilla - Fræðslupakki

    Borgarleikhúsið í samstarfi við Jafnréttisskólann og Viku6 bauð unglingum úr 10. bekk að koma með félagsmiðstöðinni sinni á söngleikinn Eitruð lítil pilla í febrúar 2024. Leikhúsferðinni var svo fylgt eftir með fræðslupakka þar sem unnið var með þemu verksins. Söngleikurinn tekst á við málefni eins og fíknivanda, kynferðisofbeldi, framhjáhald, brothætta glansímynd, fordóma, kynvitund og fleira.

  • Framkvæmd verkefnis 2024

    Starfsfólkið sem tók verkefnið að sér fékk í hendur fræðslupakkann sem Jafnréttisskólinn, Eva Halldóra verkefnastjóri Barnamenningarhátíðar og Emelía verkefnastjóri Borgarleikhússins bjuggu til í sameiningu.
    Borgarleikhúsið bauð svo 600 unglingum á rennsli á söngleiknum í febrúar 2024 og mættu unglingarnir á söngleikinn með bros á vör og nutu sýningarinnar. Daginn eftir sýningu hittist hver hópur með sínu starfsfólki og fór í gegnum fræðsluna saman. Þar gafst unglingunum tækifæri til að rýna í þær áskoranir sem birtust í sýningunni, leita lausna við þeim vanda sem blasti við og spegla hann yfir á veruleika unglinga á Íslandi í dag.
  • Fræðslupakki

Scroll to Top
Scroll to Top