Félagsfærni, Heilbrigði, Sjálfsefling

Heilsueflandi frístundaheimili

Í Starfsskrá frístundamiðstöðva kemur fram að það er hlutverk frístundaheimila að efla og styrkja heilsu og velferð barna, hlúa að verndandi þáttum og lágmarka áhrif áhættuþátta í umhverfinu. Áhersla er lögð á að að vinna með sjálfsmynd, umhyggju, félagsfærni, virkni og þátttöku. Í forvarnar- og lýðheilsustefnu Reykjavíkurborgar og Viðmiðum og vísbendingum fyrir innra og ytra mat á gæðum frístundastarfs er einnig lögð áhersla á að börn á aldrinum 6-9 ára upplifi öryggi og stuðning sem gerir þeim kleift að tileinka sér heilbrigða og uppbyggilega lífshætti. Markviss heilsueflandi vinna styður við þessar áherslur.

Leiðbeiningar, gátlisti og aðgerðaráætlun til útfyllingar fyrir heilsueflandi frístundaheimili.

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Heilbrigði, Sjálfsefling
Gerð efnis Ítarefni, Kveikjur, Verkefni
Markhópur 6-9 ára.
Viðfangsefni Andleg og félagsleg vellíðan, Forvarnir, Lífs- og neysluvenjur, Seigla/þrautseigja, Sjálfsmynd, Heilsa, heilsuefling
Scroll to Top
Scroll to Top