

Hljómleikur er kennslubók í ukulele- og hljómborðsleik fyrir byrjendur á miðstigi grunnskóla eða forskóladeildir tónlistarskóla. Bókin er afurð meistaraverkefnis Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur við listkennsludeild Listaháskóla Íslands.
Hægt að fylgjast með fréttum af bókinni á Facebook og hafa samband við Helgu Þórdísi sem býður upp á námskeið þar sem stuðst er við efni bókarinnar.
Verkefnið var eitt sjö meistaraverkefna sem fékk viðurkenningu skóla- og frístundaráðs í janúar 2021.