Heilbrigði, Sjálfsefling, Sköpun

Í hlekkjum huglása

Starfendarannsókn á samþættingu núvitundarástundunar og nýsköpunarmenntar.

Kennarar og nemendur þurfa á sköpunarmætti sínum að halda til að geta tekið þátt í skapandi skólastarfi. Skólakerfið verður að tryggja að aðbúnaður í skólanum stuðli að vellíðan, gleði, heilbrigði og velferð þeirra sem þar starfa. Þannig verða komandi kynslóðir best í stakk búnar til að takast á við áskoranir framtíðarinnar með skapandi hætti.

 

Tenging við menntastefnu Heilbrigði, Sjálfsefling, Sköpun
Gerð efnis Fræðilegt
Markhópur Starfsfólk og starfsþróun
Viðfangsefni Andleg og félagsleg vellíðan, Nýsköpun, Skapandi ferli, Skapandi hugsun, Núvitund
  • Forsíða meistararitgerðar - Í hlekkjum huglásaÍ þessu lokaverkefni á meistarastigi við HÍ eftir Höllu Leifsdóttur var meðal annars að greint hvernig ýta má undir sköpunarmátt nemenda með því að blanda núvitundarástundun saman við nýsköpunarmennt. Fræðilegur grunnur verkefnisins byggir á tveimur af grunnstoðum menntunar á Íslandi, annars vegar sköpun og hins vegar heilbrigði og velferð. Til hliðsjónar eru fyrri rannsóknir, þar sem tengsl núvitundar við ýmis konar þrautalausnir og sköpunarmátt voru könnuð. Rannsóknin er starfendarannsókn sem gerð var veturinn 2016. Rannsóknargögn voru rannsóknardagbók höfundar, sjálfsmat nemenda, námsgögn og kennsluáætlun, ljósmyndir auk rýnihópsviðtals við nemendur. Við úrvinnslu gagna var beitt þemagreiningu.

    Helstu niðurstöður bentu til að streituvaldandi aðstæður, eins og opin kennslurými með fjölmennum nemendahópum, styðji ekki núvitundariðkun og geta haft letjandi áhrif á sköpunarmátt. Þá kjósa nemendur að nýsköpunarmennt sé hluti af hefðbundnu skólastarfi. Þeir telja jafnframt að núvitundarástundun geti verið gagnleg gegn streituvaldandi álagi í skólanum og í hentugum aðstæðum geti hún haft jákvæð áhrif á sköpunarmátt þeirra.

    Þetta meistaraverkefni fékk viðurkenningu skóla- og frístundaráðs 2019.

     

     

Scroll to Top