Félagsfærni, Heilbrigði, Sjálfsefling

Já þú veist, það var sleppt þessum kafla

Um forsendur jafnréttis og kynfræðslu og fræðslu um klám og kynferðislegt ofbeldi í 6. og 7.bekk.  Ritgerð Rósu Bjarkar Bergþórsdóttur til meistaraprófs í kynjafræði við HÍ 2014.

Umfjöllunarefni þessarar ritgerðar voru fræðslumál sem snúa að jafnrétti kynjanna, kynfræðslu, klámi og kynferðislegu ofbeldi í 6. og 7.bekk grunnskólans. Megintilgangur rannsóknarinnar var að skoða forsendur fyrir umræðu og fræðslu um þessi málefni á miðstigi grunnskólans. Niðurstöðurnar setti ég í samhengi við kenningar Sylviu Walby um kynjakerfið, Kenningar Pierre Bourdieu um menntun og kenningar John Berger um kynjuð valdatengsl. Eigindlegum rannsóknaraðferðum var beitt en tekin voru opin einstaklingsviðtöl við lífsleikni kennara, skólahjúkurnarfærðinga og talskonu samtaka sem sér um fræðslu í grunnskólum. Tekin voru 4 rýnihópaviðtöl við nemendur um þeirra upplifun af kennslunni og viðhorf þeirra til umræðu og fræðslu um þessi mál. Viðmælendur voru alls 26 talsins. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að ýmislegt sé ábótavant þegar kemur að fræðslumálum sem þessum.. Vöntun virðist vera á kennsluefni sem snerta þessi málefni. Nám kennara þarf að fjalla um jafnrétti, klám og kynferðislegt ofbeldi ef þeir eiga að getað frætt nemendur um þessi mál. Upplifun nemenda var að lítið hefði verið fjallað um jafnrétti kynjanna, klám og kynferðislegt ofbeldi í 6. og 7.bekk. Nemendur töldu að drengir í 6. og 7. bekk væru byrjaðir að horfa á klám og höfðu flestir viðmælendurnir séð klám. Lítil vitneskja var um kynferðislegt ofbeldi í rýnihópunum og vissu fæstir nemendur hvert skildi leita ef kynferðislegt ofbeldi ætti sér stað. Nemendur sögðust vilja fá meiri fræðslu um þessi málefni.

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Heilbrigði, Sjálfsefling
Gerð efnis Fræðilegt, Ítarefni
Markhópur Starfsfólk og starfsþróun.
Viðfangsefni Andleg og félagsleg vellíðan, kynheilbrigði, jafnrétti, líkamsmynd, líkamsvirðing, sjálfsmynd, sjálfstraust, samskipti. staðalmyndir
Scroll to Top
Scroll to Top