Í þessari greinargerð eftir Bjarklindi Björk Gunnarsdóttur er gott yfirlit yfir kennsluefni í kynja- og hinseginfræðum fyrir leik- og grunnskólabörn. Yfirlitið er skýrt og aðgengilegt og kennsluefnið í ýmsu formi, s.s. myndefni, lesefni og leikjum og bæði á íslensku og ensku.
Kynja- og hinseginfræðsla er mikilvæg á öllum skólastigum. Hún leiðir til aukins skilnings á fjölbreytileika og dregur úr einelti. Niðurstöður rannsókna sýna að jafnréttisfræðslu er ábótavant í skólakerfinu hér á landi. Hér hefur upplýsingum verið safnað saman um kennsluefni í þessum fræðum, skipt upp eftir aldurshópum og námsgreinum ásamt kafla með gagnlegu efni fyrir kennara og leiðbeinendur.