Heilbrigði

Kynferðisleg áreitni og kynferðislegt ofbeldi

Hér fyrir neðan má finna skilgreiningu á kynferðislegri áreitni annarsvegar og kynferðislegu ofbeldi hinsvegar.

Á vef menntastefnunnar má einnig finna leiðbeiningar til barna sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi og leiðbeiningar fyrir starfsfólk í skóla- frístundastarfi sem hefur vitneskju um börn sem verið er að breyta ofbeldi.

Bendum einnig á verkefnið Opinskátt um ofbeldi.

 

Tenging við menntastefnu Heilbrigði
Gerð efnis Fræðilegt, Ítarefni, Vefsvæði
Markhópur Börn 1-16 ára og starfsfólk
Viðfangsefni Andleg og félagsleg vellíðan, forvarnir, Mannréttindi, seigla/þrautseigja, styrkleikar, Sjálfsmynd, Styrkleikar
  • Kynferðisleg áreitni

    Kynferðisleg áreitni getur t.d. falist í óvelkomnum nektarmyndasendingum eða beiðni um slíkar myndir. Einnig getur það að klípa í rass, brjóst eða kynfæri án þess að beðið sé um leyfi verið kynferðisleg áreitni. Óviðeigandi eða dónaleg skilaboð sem ekki er áhugi á að fá og oft ekki hætt þó að beðið sé um að það sé gert er líka kynferðisleg áreitni. Einnig dónalegt eða óviðeigandi tal eða umræður sem ekki er áhugi fyrir að hlusta á eða taka þátt í. Það er líka kynferðisleg áreitni ef um er að ræða óumbeðna sýningu á klámfengnu myndefni.

    Kynferðisleg áreitni er hvers kyns kynferðisleg hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi, einkum þegar hegðunin leiðir til ógnandi, fjandsamlegra, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi aðstæðna. Hegðunin getur verið orðbundin, táknræn og/eða líkamleg.

    (Sótt af: https://island.is/s/vinnueftirlitid/stefna-og-vidbragdsaaetlun-vegna-eineltis-areitni-og-ofbeldis)

  • Kynferðislegt ofbeldi

    Dæmi um kynferðislegt ofbeldi er t.d. þrýstingur eða suð um að taka þátt í kynferðislegum athöfnum sem ekki er áhugi á að taka þátt í, kynferðislegar athafnir sem ekki hefur verið veitt skýrt samþykki fyrir eða það þegar valdi eða hótunum er beitt til að neyða einhvern til þátttöku í kynferðislegum athöfnum.

    Allt [óvelkomið] kynferðislegt samneyti frá káfi yfir í samfarir hvort sem um er að ræða kynfæramök, munnmök eða í endaþarm – allt frá því að gerast einu sinni yfir í að standa yfir í mörg ár – allt frá því að vera leyndarmál milli geranda og þolanda yfir í klámiðnað. Gerandi getur verið á öllum aldri, af báðum kynjum og allt frá því að vera nátengdur þolandanum yfir í að vera alls ókunnur. Þolandi getur verið á öllum aldri og af báðum kynjum.

    (Sótt af: https://www.stjornarradid.is/media/velferdarraduneyti-media/media/Gedskyrsla/55kafli.pdf)

Scroll to Top