Læsi, Sjálfsefling

Landafræði heimsins með fánum

Þetta frábæra kennsluefni í landafræði var hannað með þeim megintilgangi að vekja áhuga ákveðins nemendahóps í sérdeild fyrir einhverfa en jafnramt auka þekkingu á landafræði heimsins. Efnið getur þó hentað fyrir alla nemendur sem glíma við hamlanir en á ekki síður erindi til almennra nemenda.

Efnið skiptist niður í 5 bækur eða heimsálfurnar, sem hægt er að vinna með í spjaldtölvu, síma eða á prenti. Eingöngu er unnið með grunnatriði eins og fána, gjaldmiðil, staðsetningu á korti ofl. slíkt.

Kennsluefnið hefur slegið í gegn hjá nemendum einhverfudeildar Foldaskóla og aukið til muna landafræðiáhuga og áhuga á að fræðast meira.

Höfundur efnisins er Arndís Hilmarsdóttir verkefnastjóri einhverfudeildar í Foldaskóla.

Tenging við menntastefnu Læsi, Sjálfsefling
Gerð efnis Verkefni
Markhópur Börn 10-16 ára
Viðfangsefni Landafræði, Mannréttindi, Ritun og málfræði, Samvinna, Styrkleikar
Scroll to Top
Scroll to Top