Börn eiga rétt á því að ræða við starfsfólk í skóla- og frístundastarfi í trúnaði um viðkvæm mál, t.d. um kynferðislega áreitni eða kynferðislegt ofbeldi. Mikilvægt er að starfsfólk haldi ró sinni, hlusti vel á barnið og gæti þess að spyrja ekki leiðandi spurninga. Barnið skal í öllum tilvikum njóta vafans og fá ráðgjöf og stuðning innan skólans/frístundastarfsins þó málið virðist óskýrt. Leiðbeiningar um viðtöl við börn má finna í kafla 8 í handbók um hlutverk skóla þegar kemur að ofbeldi gegn börnum.
Við mælum með því að sækja og nota viðbragðsferil varðandi kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi í skóla- og frístundastarfi.
Bendum einnig á verkefnið Opinskátt um ofbeldi.