Á vef Menntamálastofnunar er að finna Leiklist í kennslu – handbók fyrir kennara á rafbókarformi.
Þessi bók fjallar um leiklist sem kennsluaðferð. Henni er ætlað að vera hjálpartæki fyrir kennara við sköpun aðstæðna þar sem nemendur fá tækifæri til að skapa, túlka og tjá eigin hugmyndir og annara. Leiklist í kennslu stuðlar að sjálfstæði nemenda. Ekki er nauðsynlegt að kennarar hafi formlega menntun í þessum fræðum heldur á bókin að vera aðgengileg öllum. Við gerð hennar og útfærslu hugmynda á vef hafa höfundar það að leiðarljósi að kennslufræðilegt ferli leiði til jákvæðrar reynslu. Sérstaða og eiginleikar leikrænnar reynslu bjóða upp á einstaka námsmöguleika. Nemendur ganga inn í ímyndaðan heim og takast á við margvísleg hlutverk, þeir lifa sig inn í aðstæður og verða að taka sjálfstæðar ákvarðanir og bera ábyrgð á afleiðingum þeirra.