Markmiðið með þessu spili/leik er að búa til umræður meðal barnanna á muninum á réttindum og forréttindum og vekja þau til umhugsunar. Hægt að skoða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna til að sjá hver réttindi barna eru. Þetta á að skapa umræður um hvort að við þurfum einhvern hlut eða hvort við séum svo heppin að við eigum þennan hlut því við njótum forréttinda. Þetta er verkfæri sem hægt er að prenta út og hafa sjónrænt þegar farið er í þessar umræður um réttindi og forréttindi.
Spilið er eftir Lilju Mörtu Jökulsdóttur, forstöðukonu í frísundaheimilinu Dalheimum.