Félagsfærni, Heilbrigði, Læsi, Sjálfsefling

Réttindi – Forréttindi

Markmiðið með þessu spili/leik er að búa til umræður meðal barnanna á muninum á réttindum og forréttindum og vekja þau til umhugsunar. Hægt að skoða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna til að sjá hver réttindi barna eru. Þetta á að skapa umræður um hvort að við þurfum einhvern hlut eða hvort við séum svo heppin að við eigum þennan hlut því við njótum forréttinda. Þetta er verkfæri sem hægt er að prenta út og hafa sjónrænt þegar farið er í þessar umræður um réttindi og forréttindi.

Spilið er eftir Lilju Mörtu Jökulsdóttur, forstöðukonu í frísundaheimilinu Dalheimum.

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Heilbrigði, Læsi, Sjálfsefling
Gerð efnis Verkefni
Markhópur Börn 6-16 ára
Viðfangsefni Barnasáttmálinn, Lífs- og neysluvenjur, Lýðræði, Læsi og samskipti, Mannréttindi, Samskipti, Samvinna, Sjálfbærni og vísindi, Skapandi hugsun, Styrkleikar
  • Hvernig virkar leikurinn?

    Leikurinn er þannig að sá sem er að leiða leikinn er með spilin og dregur spil, réttir upp og sýnir hópnum spilið. Spyr svo hvort eru þetta réttindi eða forréttindi? Þá er mikilvægt að spyrja af hverju? Tengja jafnvel við grein og því er gott að hafa Barnasáttmálann nálægt og sýnilegan. Þannig skapast umræður um réttindi barna og forréttindi. Athugið að umræðan sé í takt við aldur og þroska barna. Markmiðið með yngri börnum eru að þau þekki muninn á þessum hugtökum og kynnist þeim nánar. Meðan markmiðið hjá eldri börnum er að skoða forréttindahyggju, neysluhyggju og umhverfisáhrif nánar, ásamt því að þau kynnist hugtökunum nánar.

  • Réttindi/Forréttindi spil sem hægt er að prenta

Scroll to Top