Félagsfærni, Heilbrigði, Sjálfsefling

Strákar geta haft svo mikil völd

Upplifun stúlkna á kynlífsmenningu framhaldsskólanema.

Rannsókn og ritgerð Kolbrúnar Hrundar Sigurgeirsdóttur til meistaraprófs í kynjafræði við HÍ 2015. 

Rýnt var í þá þætti sem stúlkur telja helst hafa áhrif á kynlífsmenningu þeirra, s.s. vinahópinn, samskiptamiðla, klám, útlitsdýrkun og kynlífs- og klámvæðingu. Einnig var ljósi varpað á upplifun viðmælenda á kynfræðslu og jafnréttisfræðslu í grunn- og framhaldsskólum. Rannsóknin var eigindleg, tekin voru alls tíu viðtöl við þrettán stúlkur þar af níu einstaklingsviðtöl og eitt rýnihópaviðtal. Ein þátttökuathugun var framkvæmd.

Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að stúlkur upplifi mikinn þrýsting varðandi útlitið, kynþokkann, kynlíf og ákveðnar kynferðislegar athafnir, bæði frá dægurmenningu samfélagsins, vinahópnum og ekki síst strákum. Niðurstöður benda einnig til þess að kynlífs- og klámvæðing hafi veruleg áhrif á kynlíf og „kynlífshandrit“ ungmenna. Viðmælendur telja sterk tvöföld skilaboð ríkja í samfélaginu varðandi kynhegðun stráka og stelpna og stelpur séu undir mun strangara eftirliti en strákar. Kyn- og jafnréttisfræðslu er verulega ábótavant í íslensku skólakerfi samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar. Viðmælendur óska eftir því að fræðslan verði bætt verulega og að innan hennar verði jákvæðum hliðum kynheilbrigðis gert hærra undir höfði.

 

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Heilbrigði, Sjálfsefling
Gerð efnis Fræðilegt, Ítarefni
Markhópur Starfsfólk og starfsþróun.
Viðfangsefni Andleg og félagsleg vellíðan, kynheilbrigði, jafnrétti, líkamsmynd, líkamsvirðing, sjálfsmynd, sjálfstraust, samskipti. staðalmyndir
Scroll to Top
Scroll to Top