Ráðstefnan U-LYNC var haldin í Reykjavík september 2024. Áttatíu ungmenni úr tíu borgum á Norðurlöndunum tóku þátt í ráðstefnunni og komu saman til þess að ræða málefni sem skipta þau máli. Þar ræddu þau bæði áhyggjur sínar og mögulegar lausnir sem þau vildu koma á framfæri við þau sem stjórna. Ungmennin lögðu meðal annars áherslu á inngildingu og að tryggja að hlustað sé á ungt fólk. Hér getur þú séð hvernig ráðstefnan fór fram og hugmyndir ungmennanna um þemun fimm sem þau völdu að fjalla um.
Á Menntarúv er að finna þætti sem Rúv gerði um ráðstefnuna.