Læsi, Sköpun

Veggspjöld í þágu náttúrunnar – verkefni

Þverfaglegt verkefni unnið af Dr. Ásthildi B. Jónsdóttur sem tengir saman grafíska hönnun og náttúrufræði. Verkefnið veitir nemendum á unglingastigi tækifæri til að búa til veggspjöld sem byggja á málefnum náttúruverndar.

Þetta verkfæri er hluti af verkefninu LÁN – Listrænt ákall til náttúrunnar.

Í verkfærakistunni er einnig hægt að nálgast áhugavert myndband um veggspjöld í þágu náttúrunnar.

Tenging við menntastefnu Læsi, Sköpun
Gerð efnis Kveikjur, Verkefni
Markhópur Börn 13-16 ára og starfsfólk
Viðfangsefni Barnamenning, Læsi og samskipti, Samskipti, Samvinna, Sjálfbærni og vísindi, Sjálfsmynd, Sköpun og menning, Skapandi ferli, Skapandi hugsun
  • Markmið verkefnisins eru að...

    – skapa aðstæður fyrir nemendur að vinna á skapandi hátt með inntak náttúrufræði út frá eigin reynslu, þekkingu og áhugasvið.

    – auka skilning nemenda á möguleikum veggspjaldagerðar til að bergjast fyrir náttúruvernd.

    – auka sjálfstæði nemenda með því að skapa aðstæður sem stuðla að því að þeir fari í gegnum vinnuferli þar sem þeir rannsaka, greina, tengja og skapa.

    – auka skilning nemenda á mikilvægi þess að taka ábyrgð á eigin nærumhverfi.

  • Hæfniviðmið

    Nemandi getur…

    – rannsakað, leitað upplýsinga og sett fram niðurstöður í formi veggspjalds.

    – kynnt niðurstöður sínar og tekið þátt í sýningu.

    – tekið virkan þátt í samræðum um sameiginlegt verk af sanngirni og virðingu. Þar með talið hlustað, tjáð skoðanir, komið með styðjandi ábendingar og fært rök fyrir máli sínu.

    – skipulagt og fjallað um vinnu sína með því að tengja við málefni sjálfbærni.

    – rökrætt umhverfismál frá ólíkum sjónarhornum.

  • Innlögn og kveikja

    Náttúrufræðikennari og myndmenntakennari taka ákvörðun um áherlsluþætti. Hægt er að vinna almennt með málefni náttúrunnar eða velja áherslur eins og hafið, mengun, hlýnun, loftslagsbreytingar o.s.frv.  Verkefnið gæti einnig hentað í lok annar þegar nemendur hafa farið yfir fjölbreytt efni. Áhersla er á að virðing sé borin fyrir ólíkum sjónarmiðum og hvert fyrir öðru.

  • Verkefnið

    Kennslustund 1-2  Náttúrufræði: nemendur velja sér málefni og byrja að rannsaka efnið. Myndmennt: Nemendur horfa á myndband í viðhengi og byrja að viða að sér myndrænum hugmyndum út frá því málefni sem þeir völdu að vinna út frá.

    Kennslustund 3-4  Vinna að veggjspjaldi í myndmennt. Umræður um málefnin í náttúrufræði.

    Kennslustund 5-6 Veggspjöldin eru kláruð og þau sett upp í sýningu í náttúrufræðitíma þar sem þau eru rædd.

  • Námsmat í myndmennt

    Nemandi getur …:

    … notað margvísleg efni, áhöld og aðferðir í hugmyndavinnu og framkvæmd.

    A Framúrskarandi B Stenst væntingar  C Þarf að bæta sig  D Óviðunandi

    … valið viðeigandi málefni og listræna nálgun til að segja það sem hann/hún/hán vil segja með veggspjaldi.

    A Framúrskarandi B Stenst væntingar  C Þarf að bæta sig  D Óviðunandi

    … nýtt þær upplýsingar sem hann/hún/hán fékk úr eigin rannsókn á völdu málefni náttúruvísinda

    A Framúrskarandi B Stenst væntingar  C Þarf að bæta sig  D Óviðunandi

    … unnið hugarkort og notað það sem komist var að í áframhaldandi vinnu.

    A Framúrskarandi B Stenst væntingar  C Þarf að bæta sig  D Óviðunandi

    … gert tilraunir með hugmyndir, notað til þess ýmis efni, áhöld og aðferðir, ígrundað hvernig gengur, breytt hugmyndum og aðferðum í samræmi við það.

    A Framúrskarandi B Stenst væntingar  C Þarf að bæta sig  D Óviðunandi

    … tekið virkan þátt í samræðum um veggspjöldin af sanngirni og virðingu. Þar með talið hlustað, tjáð skoðanir, komið með styðjandi ábendingar og fært rök fyrir máli sínu.

    A Framúrskarandi B Stenst væntingar  C Þarf að bæta sig  D Óviðunandi

     

Scroll to Top