Meistaraverkefni Bjarna Þórðarsonar þar sem hann fjallar um þróunarverkefni sitt í vináttuþjálfun fyrir 13-15 ára unglinga.
Höfundur vann að þróunarverkefni í vináttuþjálfun sem fékk heitið Vinabönd og prófað var í félagsmiðstöð á höfuðborgarsvæðinu. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort verkefnið skilaði árangri. Samkvæmt niðurstöðunum er mikil þörf á námskeiði sem þjálfar samskipta- og vináttuþjálfun meðal unglinga.
Meistaraverkefnið fékk viðurkenningu skóla- og frístundaráðs árið 2018.