Í þessari glæsilegu uppskriftabók má finna hagnýt verkefni sem flestir ættu að geta nýtt til að taka sín fyrstu skref í að búa til skjöl sem henta fyrir vínylskera með teikniforritinu Inkscape. Uppskriftabókin er góður grundvöllur fyrir frekara nám og mótun nýrra hugmynda með stafrænni framleiðslutækni. Uppskriftabókin getur því verið hagnýt öllum skólum hvort sem þeir hafa aðgang að eigin vínylskera eða fái hann lánaðan í Búnaðarbanka SFS hjá Mixtúru eða heimsæki FabLab.
Þetta verkfæri er afrakstur verkefnisins Skapandi námssamfélag í Breiðholti sem fékk styrk út B-hluta þróunar- og nýsköpunarsjóðs skóla- og frístundaráðs fyrir skólaárið 2019-2020 og 2020-2021.