Veturinn 2022-2023 voru haldnar fjórar vinnusmiðjur fyrir fulltrúa í skólaráðum, nemendaráðum og unglingaráðum í Breiðholti en kallað hafði verið eftir fræðslu og auknu samstarfi þeirra á milli.
Könnun var lögð fyrir þátttakendur í smiðjunum og það kom í ljós að 74% þeirra fannst smiðjurnar „frábærar“en 26% merktu við „veit ekki“. Engum fannst smiðjurnar vera gagnslausar. Þegar spurt var hvort hægt væri að nota það sem farið yfir í smiðjunum sögðust 96% geta það en 4% sögðust ekki vita hvort þær myndu nýtast þeim í starfi viðkomandi ráðs.
Ákveðið var að safna saman efni úr vinnusmiðjunum ef áhugi væri á að nýta sér vinnuna í fleiri borgarhlutum og er efnið að finna hér fyrir neðan.