Félagsfærni, Sjálfsefling

Vinnusmiðjur fyrir fulltrúa í ráðum grunnskóla og félagsmiðstöðva

Veturinn 2022-2023 voru haldnar fjórar vinnusmiðjur fyrir fulltrúa í skólaráðum, nemendaráðum og unglingaráðum í Breiðholti en kallað hafði verið eftir fræðslu og auknu samstarfi þeirra á milli.

Könnun var lögð fyrir þátttakendur í smiðjunum og það kom í ljós að 74% þeirra fannst smiðjurnar „frábærar“en 26% merktu við „veit ekki“. Engum fannst smiðjurnar vera gagnslausar. Þegar spurt var hvort hægt væri að nota það sem farið yfir í smiðjunum sögðust 96% geta það en 4% sögðust ekki vita hvort þær myndu nýtast þeim í starfi viðkomandi ráðs.

Ákveðið var að safna saman efni úr vinnusmiðjunum ef áhugi væri á að nýta sér vinnuna í fleiri borgarhlutum og er efnið að finna hér fyrir neðan.

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Sjálfsefling
Gerð efnis Ítarefni, Kveikjur, Myndbönd, Vefsvæði, Verkefni
Markhópur Börn 13-16 ára og starfsfólk
Viðfangsefni Barnasáttmálinn, Jafnrétti, Lýðræði, Mannréttindi, Samvinna, Skapandi ferli, Skapandi hugsun
  • 1. Lýðræði samvinna og samskipti

    Í þessari smiðju var fjallað um lýðræðishugtakið og hvað felst í því ásamt mikilvægi þess að vera meðvituð um forréttindi og fjölbreyttar aðstæður hjá börnum og unglingum í vinnu ráðanna. Fulltrúar ungmenna kynntu einnig fyrirkomulagið varðandi val í ráðin og fyrirkomulag vinnunnar í viðkomandi skóla og félagsmiðstöð og settu sér markmið fyrir veturinn.

    Lýðræði, samvinna og samskipti from Mixtúra Skóla- og frístundasvið on Vimeo.

    Glærurnar frá vinnusmiðjunni til að hlaða niður og nota/bæta/breyta eins og hentar best.

  • 2. Réttindi barna og leiðir til áhrifa

    Í þessari smiðju fjallaði fulltrúi frá Unicef um Barnasáttmálann og mikilvægi þess að borin sé virðing fyrir skoðunum barna. Fjallað var um muninn á merkingarbærri þátttöku og táknrænni þátttöku og unnin áhugavert verkefni í tengslum við réttindi barna.

    Glærur frá vinnusmiðjunni til að hlaða niður og nota/bæta/breyta eins og hentar best.
    Leiðbeiningar til að styðja við notkun á glærunum.

  • 3. Hönnunarhugsun og skapandi nálgun

    Í þessari smiðju var fjallað um ferli hönnunar, hvernig er hægt að nálgast verkefni á skapandi hátt og með hvaða hætti er hægt að tengja slíka nálgun vinnu með börnum og ungmennum. Unnin voru verkefni með það að markmiði til að hugsa út fyrir kassann á nýjan og spennandi hátt.

    Glærurnar frá vinnusmiðjunni til að hlaða niður og nota/bæta/breyta eins og hentar best.

    Meira efni um hönnunarhugsun er að finna hér: https://studiolab.ide.tudelft.nl/studiolab/codesignwithkids/tools/

  • 4. Besta partý ever – frá hugmynd til framkvæmdar

    Í þessari smiðju var fjallað um hvað það er sem einkennir góða viðburði og hvaða atriði er mikilvægt að hafa í huga við skipulagningu slíkra viðburða. Þátttakendur fengu að æfa sig í að skipuleggja viðburði og miðla hugmyndum sín á milli.

    Besta partý ever!! from Mixtúra Skóla- og frístundasvið on Vimeo.

    Glærur frá vinnusmiðjunni til að hlaða niður og nota/bæta/breyta eins og hentar best.

Scroll to Top