9-12 ára

Youmo- vefsíða um kynheilbrigði

Frábær sænskur fræðsluvefur um allt mögulegt sem tengist kynheilbrigði og unglingsárunum. Þessi síða er á sex tungumálum og geymir glærur, myndbönd, greinar og ýmislegt sniðugt til að nota í kennslu.

Tannhirða og tannvernd

Fjölbreytt fræðslumyndbönd um tannhirðu og tannvernd. Myndböndin fjalla um mismunandi hliðar tannhirðu og má nálgast myndbönd um tannhirðu fyrir börn á ensku, pólsku og rússnesku. Hér fyrir neðan má sjá hluta myndbandanna.

Skýrsla eflingu sjálfsmyndar og félagsfærni barna

Starfshópinn skipuðu fulltrúar frá leikskólasviði og mentasviði Reykjavíkurborgar árið 2008. Samhliða skýrslunni voru unnir gátlistar um sjálfsmynd og félagsfærni barna 1-16 ára sem eru ætlaðir til notkunar í daglegu starfi. Skýrslan og gátlistarnir eru vistuð á vef Reykjavíkurborgar.

Félagshæfnisögur

Á heimsíðu Klettaskóla er að finna einfaldar félagshæfnisögur sem hægt er að nota með 6-12 ára börnum.

Félagsfærni í Hofsstaðaskóla

Á heimasíðu Hofsstaðaskóla er miðlað verkefnum í félagsfærni sem allir geta nýtt sér. Hofsstaðaskóli notar verkefnin til að efla félagsfærni nemenda og má breyta þeim og aðlaga aðstæðum hverju sinni. Þetta eru myndræn verkefni sem henta vel til að vinna með sjálfsmynd barna, styrkja þau og styðja. Þau hjálpa þeim að lesa í umhverfi sitt, …

Félagsfærni í Hofsstaðaskóla Read More »

Leikgleði – inni- og útileikir. 50 leikir fyrir 6-16 ára börn.

Á vef Menntamálastofnunar er rafbókin Leikgleði með hugmyndum að 50 leikjum fyrir 6-16 ára börn; námsleikjum, samvinnuleikjum og hreystileikum. Markmið leikjanna er að efla skynþroska barna, auka hæfni þeirra til samstarfs og félagsfærni. Leikina er hægt að fara í úti og inni. Hægt er prenta bókina út í heild sinni eða taka út staka leiki …

Leikgleði – inni- og útileikir. 50 leikir fyrir 6-16 ára börn. Read More »

Börn og miðlanotkun

Á vef Heimilis og skóla er gagnleg handbók fyrir foreldra barna á grunnskólaaldri og aðra um leiðir til að tryggja örugga miðlanotkun barna. Börn eiga rétt á að njóta öryggist og verndar gegn skaðlegu efni í fjölmiðlum og fullorðnir bera ábyrgð að kynna ólíka miðla og þau tækifæri sem í þeim felast. Mikilvægt er að …

Börn og miðlanotkun Read More »

Réttindaskóli og réttindafrístundastarf

Á heimasíðu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna eru upplýsingar um hvað felst í hugmyndafræðinni um Réttindaskóla og Réttindafrístundastarf. Hugmyndafræði tekur mið af Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins og miðar að því að auka virðingu, vernd og innleiðingu mannréttinda. Skólar, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar sem vinna eftir líkaninu leggja Barnasáttmálann til grundvallar í öllu starfi sínu; skipulagningu, …

Réttindaskóli og réttindafrístundastarf Read More »

Tilfinningar – heildstæð móðurmálskennsla

Á vef Menntamálastofnunar er þemaverkefni um tilfinningar eftir Kristínu Gísladóttur fyrir börn í 3. og 4. bekk. Það byggist á hugmyndafræði um heildstæða móðurmálskennslu og hefur að markmiði að þjálfa samskipti, samvinnu og samkennd.

Scroll to Top
Scroll to Top