9-12 ára

Leikgleði – inni- og útileikir. 50 leikir fyrir 6-16 ára börn.

Á vef Menntamálastofnunar er rafbókin Leikgleði með hugmyndum að 50 leikjum fyrir 6-16 ára börn; námsleikjum, samvinnuleikjum og hreystileikum. Markmið leikjanna er að efla skynþroska barna, auka hæfni þeirra til samstarfs og félagsfærni. Leikina er hægt að fara í úti og inni. Hægt er prenta bókina út í heild sinni eða taka út staka leiki

Leikgleði – inni- og útileikir. 50 leikir fyrir 6-16 ára börn. Read More »

Réttindaskóli og réttindafrístundastarf

Á heimasíðu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna eru upplýsingar um hvað felst í hugmyndafræðinni um Réttindaskóla og Réttindafrístundastarf. Hugmyndafræði tekur mið af Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins og miðar að því að auka virðingu, vernd og innleiðingu mannréttinda. Skólar, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar sem vinna eftir líkaninu leggja Barnasáttmálann til grundvallar í öllu starfi sínu; skipulagningu,

Réttindaskóli og réttindafrístundastarf Read More »

Scroll to Top