Fræðilegt

Hrekkjavökubúningar

Vöndum valið þegar við veljum grímubúning. Hér má finna útskýringar á hvað ber að hafa í huga við val á grímubúningum. Skjalið var tekið saman af Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar og ætlað bæði fyrir foreldra og starfsfólks.

Kvikmyndir fyrir alla

Á vefnum Kvikmyndir fyrir alla má finna fyrirlestra og frásagnir frá framúrskarandi fagfólki í kvikmyndagerð um ólík hlutverk kvikmyndagerðar: Leikstjórn, klipping, tónlist, handrit, kvikmyndatökur. Einnig má finna kennslumyndbönd um kvikmyndagerð undir flokknum kennslumyndbönd fyrir alla.

MenntaRÚV

Á vefnum Menntarúv má finna samantekt á fjölbreyttu fræðsluefni frá RÚV sem nýst getur í skóla- og frístundastarfi. Þar má finna fjölbreytt efni sem hægt er að nýta til fræðslu með börnum. Á MenntaRÚV má finna þætti um náttúrulíf, tækni, vísindi, sögulega viðburði, kynfræðslu, jafnréttismál, leikrit, heimildarmyndir um ýmis málefni, hönnun, ADHD, kynvitund, trans börn, …

MenntaRÚV Read More »

Málþroski ungra barna – snemmtæk íhlutun

Fyrirlestur talmeinafræðinga HTÍ um snemmtæka íhlutun í málþroska ungra barna og samstarf HTÍ og Ung-og smábarnaverndar heilsugæslunnar. Fjallað um málþroska 0-18 mánaða barna og atriði sem eru vísbendingar um að börn þurfi stuðning í málþroska. Einnig er samstarf heilsugæslunnar og talmeinafræðinga á HTÍ skýrt.

Fræðsluskot í fjölmenningarlegu umhverfi

Á vefnum Fræðsluskot fyrir önnum kafna kennara í fjölmenningarlegu kennsluumhverfi má finna aðferðir og hagnýt verkfæri fyrir alla kennara sem starfa fjölmenningarlegu kennsluumhverfi.

Söguskjóður og sagnaskjattar

Vefur Önnu Elísu Hreiðarsdóttir, en á honum er m.a. fjallað um hvernig má vinna með málörvun yngri barna. Anna Elísa er líka með FB- síðu fyrir þetta verkefni.  Vinna með sögur, ævintýri, ljóð og þulur getur verið gagnleg leið að margvíslegum markmiðum í skólastarfi. Svo sem til að efla málþroska, vinna að málörvun og læsi …

Söguskjóður og sagnaskjattar Read More »

Hljóðkerfisvitund

Upplýsingar á vefsíðu Miðju máls og læsis um hljóðkerfisvitund og hugmyndabanki með verkefnum sem tengjast hljóðkerfisvitund  

Mytur eða sögusagnir um málþroskaröskun DLD

Margar sögusagnir eða mýtur eru um hvað felist í málþroskaröskun DLD. Á þessari vefsíðu getur þú kynnt þér sögusagnir tengdar málþroskaroskun, en á henni er m.a. fjallað um einkenni , muninn á málhljóðaröskun og málþroskaröskun DLD, vinnu talmeinafræðinga með börnum og þátt foreldra í málþroskaröskun barna sinna.    

Starfstengd leiðsögn og kennsluráðgjöf; Hefur þú áhuga?

Hvernig styðjum við kennaranema og nýliða í starfi og stuðlum að starfsvexti þeirra og skólaþróun? Í þessu myndbandi eru kynnt námstækifæri á Menntavísindasviði HÍ og sýnd dæmi um leiðsagnarsamtal kennsluráðgjafa og kennaranema. Myndbandið var sýnt á menntastefnumóti skóla- og frístundasviðs vorið 2021.  

Scroll to Top
Scroll to Top