Fræðilegt

Hinsegin fána spil

Spil með fánum hinsegin málefna sem er hægt að nýta sem leik til að kynnast þessum málefnum nánar.

Rannsóknir sýna…Við skiptum máli

Glærur sem stjórnendur eru hvattir til að nýta í forvarnarfræðslu fyrir foreldra. Glærurnar eru teknar saman af Margréti Lilju Guðmundsdóttur, þekkingarstjóra Planet Youth og sérfræðingi hjá Rannsóknum og greiningu. Um er að ræða þrjár útfærslur af glærum, eftir aldri barna foreldranna sem rætt er við hverju sinni. Einn fyrir foreldra barna í 1.-4. bekk, annan …

Rannsóknir sýna…Við skiptum máli Read More »

Hrekkjavökubúningar

Vöndum valið þegar við veljum grímubúning. Hér má finna útskýringar á hvað ber að hafa í huga við val á grímubúningum. Skjalið var tekið saman af Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar og ætlað bæði fyrir foreldra og starfsfólks.

Kvikmyndir fyrir alla

Á vefnum Kvikmyndir fyrir alla má finna fyrirlestra og frásagnir frá framúrskarandi fagfólki í kvikmyndagerð um ólík hlutverk kvikmyndagerðar: Leikstjórn, klipping, tónlist, handrit, kvikmyndatökur. Einnig má finna kennslumyndbönd um kvikmyndagerð undir flokknum kennslumyndbönd fyrir alla.

MenntaRÚV

Á vefnum Menntarúv má finna samantekt á fjölbreyttu fræðsluefni frá RÚV sem nýst getur í skóla- og frístundastarfi. Þar má finna fjölbreytt efni sem hægt er að nýta til fræðslu með börnum. Á MenntaRÚV má finna þætti um náttúrulíf, tækni, vísindi, sögulega viðburði, kynfræðslu, jafnréttismál, leikrit, heimildarmyndir um ýmis málefni, hönnun, ADHD, kynvitund, trans börn, …

MenntaRÚV Read More »

Scroll to Top
Scroll to Top