Fræðilegt

Málþroski ungra barna – snemmtæk íhlutun

Fyrirlestur talmeinafræðinga HTÍ um snemmtæka íhlutun í málþroska ungra barna og samstarf HTÍ og Ung-og smábarnaverndar heilsugæslunnar. Fjallað um málþroska 0-18 mánaða barna og atriði sem eru vísbendingar um að börn þurfi stuðning í málþroska. Einnig er samstarf heilsugæslunnar og talmeinafræðinga á HTÍ skýrt.

Fræðsluskot í fjölmenningarlegu umhverfi

Á vefnum Fræðsluskot fyrir önnum kafna kennara í fjölmenningarlegu kennsluumhverfi má finna aðferðir og hagnýt verkfæri fyrir alla kennara sem starfa fjölmenningarlegu kennsluumhverfi.

Söguskjóður og sagnaskjattar

Vefur Önnu Elísu Hreiðarsdóttir, en á honum er m.a. fjallað um hvernig má vinna með málörvun yngri barna. Anna Elísa er líka með FB- síðu fyrir þetta verkefni.  Vinna með sögur, ævintýri, ljóð og þulur getur verið gagnleg leið að margvíslegum markmiðum í skólastarfi. Svo sem til að efla málþroska, vinna að málörvun og læsi …

Söguskjóður og sagnaskjattar Read More »

Hljóðkerfisvitund

Upplýsingar á vefsíðu Miðju máls og læsis um hljóðkerfisvitund og hugmyndabanki með verkefnum sem tengjast hljóðkerfisvitund  

Mytur eða sögusagnir um málþroskaröskun DLD

Margar sögusagnir eða mýtur eru um hvað felist í málþroskaröskun DLD. Á þessari vefsíðu getur þú kynnt þér sögusagnir tengdar málþroskaroskun, en á henni er m.a. fjallað um einkenni , muninn á málhljóðaröskun og málþroskaröskun DLD, vinnu talmeinafræðinga með börnum og þátt foreldra í málþroskaröskun barna sinna.    

Starfstengd leiðsögn og kennsluráðgjöf; Hefur þú áhuga?

Hvernig styðjum við kennaranema og nýliða í starfi og stuðlum að starfsvexti þeirra og skólaþróun? Í þessu myndbandi eru kynnt námstækifæri á Menntavísindasviði HÍ og sýnd dæmi um leiðsagnarsamtal kennsluráðgjafa og kennaranema. Myndbandið var sýnt á menntastefnumóti skóla- og frístundasviðs vorið 2021.  

Frá kennara til kennara – að auka gæði í kennslu

Í þessu myndbandi er rætt um gæði kennslu og leiðir til að auka hana með myndbandsupptökum í kennslustundum. Kennarar víðs vegar að af landinu hafa tekið þátt í starfsþróunarverkefni um gæði kennslu á unglingastigi . Þeir tóku kennsluna upp á myndband og rýndu hana með aðstoð sérstaks greiningarramma PLATO. Verkefnið endaði með fjölsóttri málstofu þar sem …

Frá kennara til kennara – að auka gæði í kennslu Read More »

Menntafléttan – starfsþróun og ný tækifæri

Í þessu myndbandi er farið yfir nýtt starfsþróunarverkefni sem ber nafnið Menntafléttan – námssamfélög í skóla- og frístundastarfi. Námskeiðum fyrir kennara, stjórnendur og starfsfólk í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi er lýst, sem og hugmyndafræði Menntafléttunnar. Menntafléttan er skólum og þátttakendum að kostnaðarlausu. Nánari upplýsingar um námskeið og skráningu er að finna hér.

Nörd norðursins – tölvuleikjaumfjöllun á íslensku

Á Nörd norðursins hefur verið fjallað á íslensku um tölvuleiki allt frá árinu 2011. Á vefsíðunni er  leikjarýni, leikjafréttir, greinar, viðtöl og margt fleira sem tengist tölvuleikjum. Einnig er þar efni sem tengist nördakúltúrnum, s.s.  kvikmyndir, spil, bækur og fleira.

Scroll to Top
Scroll to Top