Verkefni

Eitruð lítil Pilla – Fræðslupakki

Borgarleikhúsið í samstarfi við Jafnréttisskólann og Viku6 bauð unglingum úr 10. bekk að koma með félagsmiðstöðinni sinni á söngleikinn Eitruð lítil pilla í febrúar 2024. Leikhúsferðinni var svo fylgt eftir með fræðslupakka þar sem unnið var með þemu verksins. Söngleikurinn tekst á við málefni eins og fíknivanda, kynferðisofbeldi, framhjáhald, brothætta glansímynd, fordóma, kynvitund og fleira.

Eitruð lítil Pilla – Fræðslupakki Read More »

Syngjandi skóli – gagnabanki

Í gagnabanka verkefnisins syngjandi skóli er að finna fjölbreytt og aðgengileg verkfæri til þess að auka við tónlist og söng í skóla- og frístundastarfi. Þar er hægt að finna texta, myndbönd, undirspil og fleira sem starfsfólk getur nýtt með börnum óháð því hversu mikla reynslu eða þekkingu það hefur sjálft. Hlekkur á vef Syngjandi skóla

Syngjandi skóli – gagnabanki Read More »

Scroll to Top