Verkefni

Söguteningakast

Leikur til að búa til sögu með teningum. Hægt að nýta sem einstaklingsverkefni eða hópverkefni. Hér eru myndrænar leiðbeiningar, teningar með myndum og orðum til að prenta út ásamt myndum og orðin tengd þeim af teningum sem er hægt að kaupa í Tiger. Þetta verkfæri var sent inn af Lilju Mörtu Jökulsdóttur, forstöðukonu í frístundaheimilinu …

Söguteningakast Read More »

Réttindi – Forréttindi

Markmiðið með þessu spili/leik er að búa til umræður meðal barnanna á muninum á réttindum og forréttindum og vekja þau til umhugsunar. Hægt að skoða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna til að sjá hver réttindi barna eru. Þetta á að skapa umræður um hvort að við þurfum einhvern hlut eða hvort við séum svo heppin að við …

Réttindi – Forréttindi Read More »

Fræðsluskot í fjölmenningarlegu umhverfi

Á vefnum Fræðsluskot fyrir önnum kafna kennara í fjölmenningarlegu kennsluumhverfi má finna aðferðir og hagnýt verkfæri fyrir alla kennara sem starfa fjölmenningarlegu kennsluumhverfi.

Söguskjóður og sagnaskjattar

Vefur Önnu Elísu Hreiðarsdóttir, en á honum er m.a. fjallað um hvernig má vinna með málörvun yngri barna. Anna Elísa er líka með FB- síðu fyrir þetta verkefni.  Vinna með sögur, ævintýri, ljóð og þulur getur verið gagnleg leið að margvíslegum markmiðum í skólastarfi. Svo sem til að efla málþroska, vinna að málörvun og læsi …

Söguskjóður og sagnaskjattar Read More »

A BRA KA DA BRA

Listasafn Reykjavíkur kynnir í samstarfi við listamanninn krassasig nýja fræðsluþætti um samtímalist – A BRA KA DA BRA! Þættirnir eru unnir í tengslum við nýjan fræðsluvef Listasafns Reykjavíkur A Bra Ka Da Bra og sýninguna Abrakadabra – töfrar samtímalistar í Hafnarhúsi. Abrakadabra er nýtt svæði á heimasíðu Listasafns Reykjavíkur sem verður áfram aðgengilegt. Þar er …

A BRA KA DA BRA Read More »

“Það myndast svona Skrekksfjölskylda. Það er alveg rosalega mikið traust í þessu”

Í þessu myndbandi er fjallað um Skrekk, hæfileikakeppni SFS, út frá ýmsum sjónarhornum. Harpa Rut Hilmarsdóttir Skrekksstýra fer yfir farinn veg. Þá segir Jóna Guðrún Jónsdóttir frá rannsókn sem hún gerði á áhrifum þess að taka þátt í Skrekk á líðan og sjálfsmynd unglinga.  Saga María og Kári Freyr, fyrrum þátttakendur í Skrekk koma í …

“Það myndast svona Skrekksfjölskylda. Það er alveg rosalega mikið traust í þessu” Read More »

Listrænt ákall til náttúrunnar

Í þessu myndbandi segir Ásthildur B. Jónsdóttir verkefnastjóri frá LÁN (Listrænt ákall til náttúrunnar) sem er þverfaglegt þróunarverkefni í 16 grunn- og leikskólum í Reykjavík. Hún fjallar um hugmyndafræðina, kennslu og framkvæmdina, auk þess sem sýnt er frá afrakstri og uppskeruhátíð verkefnisins, sýningu á Barnamenningarhátíð vorið 2021.

Scroll to Top
Scroll to Top