Verkefni

Skapandi námssamfélag og sköpunarver

Í þessu erindi sem haldið var á menntastefnumótinu 10. maí 2021 kynna þær Hafey, Bryndís og Þóra samstarf þriggja grunnskóla í Breiðholti og Fab-Lab Reykjavíkur.  Samstarfsverkefnið ber nafnið Skapandi námssamfélag og felur í sér að setja upp sköpunarver í grunnskólunum til að efla sköpunargleði nemenda. Farið verður yfir framvindu verkefnisins til þess að efla kennara …

Skapandi námssamfélag og sköpunarver Read More »

Kennsluefni í kynja- og hinseginfræðum fyrir leik- og grunnskóla

Í þessari greinargerð eftir Bjarklindi Björk Gunnarsdóttur er gott yfirlit yfir kennsluefni í kynja- og hinseginfræðum fyrir leik- og grunnskólabörn. Yfirlitið er skýrt og aðgengilegt og kennsluefnið í ýmsu formi, s.s. myndefni, lesefni og leikjum og bæði á íslensku og ensku. Kynja- og hinseginfræðsla er mikilvæg á öllum skólastigum. Hún leiðir til aukins skilnings á …

Kennsluefni í kynja- og hinseginfræðum fyrir leik- og grunnskóla Read More »

Mig dreymir um að verða … Stoðdeildin Birta

Í þessu myndbandi sem sýnt var á Menntastefnumótinu 2021 er sagt frá verkefninu Að endurskrifa sögur stríðs í sögur friðar og greina nemendur við stoðdeild Birtu lífssögu sína og segja frá framtíðardraumum sínum. Börnin lesa saman valdar barnasögur frá ýmsum menningarheimum sem koma inn á hluti eins og að taka jákvæðar ákvarðanir, hjálpa öðrum og sýna …

Mig dreymir um að verða … Stoðdeildin Birta Read More »

Sjálfbærni – náttúra – sköpun (LÁN) í Foldaskóla

Í þessu myndbandi segja Karen Björk Guðjónsdóttir, Rut Friðriksdóttir og fleiri kennarar í Foldaskóla frá þemaverkefninu Sjálfbærni-náttúra og sköpun, sem unnið var á vormisseri 2021 í samstarfi við LÁN – listrænt ákall til náttúrunnar. Foldaskóli er Grænfánaskóli og heilsueflandi skóli og kallaðist verkefnið því vel á við áherslur skólans í umhverfismálum. Í 5. bekk völdu …

Sjálfbærni – náttúra – sköpun (LÁN) í Foldaskóla Read More »

Stærðfræði í daglegu lífi – Samvinnunám á miðstigi

Þetta verkefni í stærðfræði sem unnið var í Norðlingaskóla var unnið á gömlum grunni í anda leiðsagnarnáms þar sem nemendur voru hvattir til að tala um stærðfræðihugtök, fengu fyrirmyndir og lögðu sitt af mörkum í leit að fjölbreyttum lausnaleiðum í verkefnavinnunni. Í þessu myndbandi segja kennarar og nemendur frá stærðfræðináminu.  

Viltu tala íslensku við mig?

Grunnskólarnir í Grafarvogi og á Kjalarnesi hafa með samstilltu átaki innleitt nýjar leiðir í kennslu íslensku sem annars máls undir yfirskriftinni Viltu tala íslensku við mig? Markmiðið er að gera nemendur með íslensku sem annað mál að virkum þátttakendum í skólastarfinu og skólasamfélaginu. Sjá myndband um verkefnið sem sýnt var á menntastefnumóti 10 maí 2021. …

Viltu tala íslensku við mig? Read More »

UNICEF – Akademían

UNICEF – Akadamían er fræðsluvettvangur UNICEF á Íslandi þar sem samstarfsaðilar geta sótt upplýsingar um verkefni, námskeið og  fræðslu fyrir starfsfólk, ungmennaráð, réttindaráð og nemendur. Þar má m.a. finna námskeið um: • Barnvæn sveitarfélög • Réttindaskóla og – frístund • Barnasáttmálann

Þitt eigið hlaðvarp

Vinnubók sem leiðir mann í gegnum ferlið að búa til hlaðvarpsþátt (e. Podcast), allt frá rannsóknarvinnu yfir í uppbyggingu og skipulag. Höfundur Oddur Ingi Guðmundsson, kennari í Langholtsskóla.

Lærum íslensku

Á þessum vef á vegum Giljaskóla á Akureyri er hægt að finna bjargir og síður að styðjast við í íslenskunámi og kennslu – og til að skilja almennt íslensku betur.

Fyrstu skrefin í forritun

Kennsluefni þetta er fyrst og fremst hugsað til að kynna forritun fyrir nemendum svo og hugtök henni tengd. Efnið er ekki síður  fyrir kennara sem eru að stíga sín fyrstu skref í forritun. Farið verður í undirstöðuatriði forritunar og áhersla lögð á hugtakaskilning. Mikilvægt er að nemendur átti sig á þýðingu grunnhugtaka forritunar áður en …

Fyrstu skrefin í forritun Read More »

Scroll to Top
Scroll to Top