Félagsfærni

Vinabönd – vináttuþjálfun

Meistaraverkefni Bjarna Þórðarsonar þar sem hann fjallar um þróunarverkefni sitt í vináttuþjálfun fyrir 13-15 ára unglinga. Höfundur vann að þróunarverkefni í vináttuþjálfun sem fékk heitið Vinabönd og prófað var í félagsmiðstöð á höfuðborgarsvæðinu. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort verkefnið skilaði árangri. Samkvæmt niðurstöðunum er mikil þörf á námskeiði sem þjálfar samskipta- og vináttuþjálfun meðal …

Vinabönd – vináttuþjálfun Read More »

Stig af stigi

Námsefni fyrir leikskóla til að þjálfa og bæta félags- og tilfinningaþroska. Stig af stigi er notað til að kenna börnum að skilja aðra og láta sér lynda við þá, að leysa úr vanda og byggja upp félagslegan skilning. Börnunum er þar að auki kennt að hafa stjórn á æsingi og reiði. Efninu er skipt upp …

Stig af stigi Read More »

Félagsfærni í Hofsstaðaskóla

Á heimasíðu Hofsstaðaskóla er miðlað verkefnum í félagsfærni sem allir geta nýtt sér. Hofsstaðaskóli notar verkefnin til að efla félagsfærni nemenda og má breyta þeim og aðlaga aðstæðum hverju sinni. Þetta eru myndræn verkefni sem henta vel til að vinna með sjálfsmynd barna, styrkja þau og styðja. Þau hjálpa þeim að lesa í umhverfi sitt, …

Félagsfærni í Hofsstaðaskóla Read More »

Leikgleði – inni- og útileikir. 50 leikir fyrir 6-16 ára börn.

Á vef Menntamálastofnunar er rafbókin Leikgleði með hugmyndum að 50 leikjum fyrir 6-16 ára börn; námsleikjum, samvinnuleikjum og hreystileikum. Markmið leikjanna er að efla skynþroska barna, auka hæfni þeirra til samstarfs og félagsfærni. Leikina er hægt að fara í úti og inni. Hægt er prenta bókina út í heild sinni eða taka út staka leiki …

Leikgleði – inni- og útileikir. 50 leikir fyrir 6-16 ára börn. Read More »

Börn og miðlanotkun

Á vef Heimilis og skóla er gagnleg handbók fyrir foreldra barna á grunnskólaaldri og aðra um leiðir til að tryggja örugga miðlanotkun barna. Börn eiga rétt á að njóta öryggist og verndar gegn skaðlegu efni í fjölmiðlum og fullorðnir bera ábyrgð að kynna ólíka miðla og þau tækifæri sem í þeim felast. Mikilvægt er að …

Börn og miðlanotkun Read More »

Ung börn og snjalltæki – grunnur að góðri byrjun

Á heimasíðu Heimilis og skóla er bæklingur með leiðbeiningum fyrir foreldra og aðra um snjalltæki og ung börn. Þar kemur fram að fyrstu kynni barna af snjalltækjum ættu að fara fram undir handleiðslu forráðamanna og/eða annarra fullorðinna.  Sameiginleg reynsla og leiðsögn stuðli að ánægjulegri upplifun og góðri byrjun barnsins í heimi tækninnar.

Réttindaskóli og réttindafrístundastarf

Á heimasíðu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna eru upplýsingar um hvað felst í hugmyndafræðinni um Réttindaskóla og Réttindafrístundastarf. Hugmyndafræði tekur mið af Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins og miðar að því að auka virðingu, vernd og innleiðingu mannréttinda. Skólar, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar sem vinna eftir líkaninu leggja Barnasáttmálann til grundvallar í öllu starfi sínu; skipulagningu, …

Réttindaskóli og réttindafrístundastarf Read More »

Tilfinningar – heildstæð móðurmálskennsla

Á vef Menntamálastofnunar er þemaverkefni um tilfinningar eftir Kristínu Gísladóttur fyrir börn í 3. og 4. bekk. Það byggist á hugmyndafræði um heildstæða móðurmálskennslu og hefur að markmiði að þjálfa samskipti, samvinnu og samkennd.

Hagnýt ráð til að kenna börnum með ADHD félagsfærni

Börn með ADHD eiga oft erfitt með samskipti sem getur valdið þeim og fjölskyldum þeirra mikilli vanlíðan. Þótt þau viti til hvers er ætlast af þeim, eiga þau oft erfitt með að sýna þá hegðun og þurfa því aðstoð til að öðlast betri félagsfærni. Heilsugæslan hefur gefið út hagnýt ráð fyrir kennara og skóla. 

Snillismiðjur í Hólabrekkuskóla

Í þessu myndbandi kynnir Engilbert Imsland, kennari í Hólabrekkuskóla Snillismiðju skólans og hvernig hann nýtir hana í tengslum við kennslu.

Scroll to Top
Scroll to Top