6-9 ára

Fræðsluskot í fjölmenningarlegu umhverfi

Á vefnum Fræðsluskot fyrir önnum kafna kennara í fjölmenningarlegu kennsluumhverfi má finna aðferðir og hagnýt verkfæri fyrir alla kennara sem starfa fjölmenningarlegu kennsluumhverfi.

Hljóðkerfisvitund

Upplýsingar á vefsíðu Miðju máls og læsis um hljóðkerfisvitund og hugmyndabanki með verkefnum sem tengjast hljóðkerfisvitund  

Stopp ofbeldi – námsefni fyrir allan aldur

Á vefnum Stopp ofbeldi hefur Menntamálastofnun tekið saman fjölbreytt úrval af náms- og kennsluefni sem snýr að forvörnum gegn ofbeldi. Námsefninu er skipt niður á aldurstig, allt frá leikskólabörnum til framhaldsskólanema.

A BRA KA DA BRA

Listasafn Reykjavíkur kynnir í samstarfi við listamanninn krassasig nýja fræðsluþætti um samtímalist – A BRA KA DA BRA! Þættirnir eru unnir í tengslum við nýjan fræðsluvef Listasafns Reykjavíkur A Bra Ka Da Bra og sýninguna Abrakadabra – töfrar samtímalistar í Hafnarhúsi. Abrakadabra er nýtt svæði á heimasíðu Listasafns Reykjavíkur sem verður áfram aðgengilegt. Þar er …

A BRA KA DA BRA Read More »

Í ljósi krakkasögunnar

Í ljósi krakkasögunnar eru 20 mínútna lesnir þættir á RÚV um börn sem hafa með einhverjum hætti skráð nöfn sín á spjöld sögunnar. Í hverjum þætti er eitt barn tekið fyrir og saga þess sögð. Mikil fjölbreytni er í efnisvali þáttanna og því tilvalið að nýta þá í ýmis konar starfi með börnum og unglingum.

Mytur eða sögusagnir um málþroskaröskun DLD

Margar sögusagnir eða mýtur eru um hvað felist í málþroskaröskun DLD. Á þessari vefsíðu getur þú kynnt þér sögusagnir tengdar málþroskaroskun, en á henni er m.a. fjallað um einkenni , muninn á málhljóðaröskun og málþroskaröskun DLD, vinnu talmeinafræðinga með börnum og þátt foreldra í málþroskaröskun barna sinna.    

Snjöll málörvun – leggur grunninn að farsælla lestrarnámi

Á þessari vefsíðu geta foreldrar og aðrir aðstandendur barna á leikskólaaldri fengið verkfæri til að efla færni barna í íslensku og undirbúa þau betur fyrir lestrarnám. Undir flipanum gagnlegir hlekkir og forrit eru listar að fjölbreyttum vefsíðum, leikjum og öppum til að efla mál barna.

Kennsluefni í kynja- og hinseginfræðum fyrir leik- og grunnskóla

Í þessari greinargerð eftir Bjarklindi Björk Gunnarsdóttur er gott yfirlit yfir kennsluefni í kynja- og hinseginfræðum fyrir leik- og grunnskólabörn. Yfirlitið er skýrt og aðgengilegt og kennsluefnið í ýmsu formi, s.s. myndefni, lesefni og leikjum og bæði á íslensku og ensku. Kynja- og hinseginfræðsla er mikilvæg á öllum skólastigum. Hún leiðir til aukins skilnings á …

Kennsluefni í kynja- og hinseginfræðum fyrir leik- og grunnskóla Read More »

Herramenn/Ungfrúr – sögugerð

Í þessu myndbandi segir Belinda Ýr Hilmarsdóttir umsjónarkennari frá verkefni í 1. og 2. bekk Norðlingaskóla þar sem unnið var með bækurnar um Herramennina/Ungfrúr í sögugerð. Nemendur sköpuðu persónur gáfu þeim nafn og persónueinkenni og settu inn í söguumhverfi og bjuggu svo til sína eigin bók.  

Scroll to Top
Scroll to Top