6-9 ára

Virkir foreldrar

Stutt myndbönd sem koma á framfæri þeim skilaboðum að virkni foreldra skiptir máli. Myndböndin fjalla um verndandi þætti og mikilvægi foreldra í því sambandi. Fjallað er um þætti eins og tengsl og samveru foreldra og barna, mikilvægi svefns, þátttöku í skipulögðu frístundastarfi, skjátíma, foreldrarölt og fleira.

MenntaRÚV

Á vefnum Menntarúv má finna samantekt á fjölbreyttu fræðsluefni frá RÚV sem nýst getur í skóla- og frístundastarfi. Þar má finna fjölbreytt efni sem hægt er að nýta til fræðslu með börnum. Á MenntaRÚV má finna þætti um náttúrulíf, tækni, vísindi, sögulega viðburði, kynfræðslu, jafnréttismál, leikrit, heimildarmyndir um ýmis málefni, hönnun, ADHD, kynvitund, trans börn, …

MenntaRÚV Read More »

Söguteningakast

Leikur til að búa til sögu með teningum. Hægt að nýta sem einstaklingsverkefni eða hópverkefni. Hér eru myndrænar leiðbeiningar, teningar með myndum og orðum til að prenta út ásamt myndum og orðin tengd þeim af teningum sem er hægt að kaupa í Tiger. Þetta verkfæri var sent inn af Lilju Mörtu Jökulsdóttur, forstöðukonu í frístundaheimilinu …

Söguteningakast Read More »

Réttindi – Forréttindi

Markmiðið með þessu spili/leik er að búa til umræður meðal barnanna á muninum á réttindum og forréttindum og vekja þau til umhugsunar. Hægt að skoða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna til að sjá hver réttindi barna eru. Þetta á að skapa umræður um hvort að við þurfum einhvern hlut eða hvort við séum svo heppin að við …

Réttindi – Forréttindi Read More »

Fræðsluskot í fjölmenningarlegu umhverfi

Á vefnum Fræðsluskot fyrir önnum kafna kennara í fjölmenningarlegu kennsluumhverfi má finna aðferðir og hagnýt verkfæri fyrir alla kennara sem starfa fjölmenningarlegu kennsluumhverfi.

Hljóðkerfisvitund

Upplýsingar á vefsíðu Miðju máls og læsis um hljóðkerfisvitund og hugmyndabanki með verkefnum sem tengjast hljóðkerfisvitund  

Stopp ofbeldi – námsefni fyrir allan aldur

Á vefnum Stopp ofbeldi hefur Menntamálastofnun tekið saman fjölbreytt úrval af náms- og kennsluefni sem snýr að forvörnum gegn ofbeldi. Námsefninu er skipt niður á aldurstig, allt frá leikskólabörnum til framhaldsskólanema.

A BRA KA DA BRA

Listasafn Reykjavíkur kynnir í samstarfi við listamanninn krassasig nýja fræðsluþætti um samtímalist – A BRA KA DA BRA! Þættirnir eru unnir í tengslum við nýjan fræðsluvef Listasafns Reykjavíkur A Bra Ka Da Bra og sýninguna Abrakadabra – töfrar samtímalistar í Hafnarhúsi. Abrakadabra er nýtt svæði á heimasíðu Listasafns Reykjavíkur sem verður áfram aðgengilegt. Þar er …

A BRA KA DA BRA Read More »

Í ljósi krakkasögunnar

Í ljósi krakkasögunnar eru 20 mínútna lesnir þættir á RÚV um börn sem hafa með einhverjum hætti skráð nöfn sín á spjöld sögunnar. Í hverjum þætti er eitt barn tekið fyrir og saga þess sögð. Mikil fjölbreytni er í efnisvali þáttanna og því tilvalið að nýta þá í ýmis konar starfi með börnum og unglingum.

Scroll to Top
Scroll to Top