6-9 ára

Réttindaskóli og réttindafrístundastarf

Á heimasíðu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna eru upplýsingar um hvað felst í hugmyndafræðinni um Réttindaskóla og Réttindafrístundastarf. Hugmyndafræði tekur mið af Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins og miðar að því að auka virðingu, vernd og innleiðingu mannréttinda. Skólar, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar sem vinna eftir líkaninu leggja Barnasáttmálann til grundvallar í öllu starfi sínu; skipulagningu, …

Réttindaskóli og réttindafrístundastarf Read More »

Calm – frítt núvitundarapp á netinu

Þeir sem vinna með börnum og ungmennum geta sótt um frían aðgang að Calm-appinu. Þar má finna fjölmargar núvitundaræfingar með leiðsögn á ensku, tónlist, róandi umhverfishljóð og sögur sem hægt er að hlusta á, t.d. í slökun og fyrir háttatíma. Hægt er að sækja skólaútgáfu af appinu á ensku vefnum.

Litli kompás – mannréttindamenntun fyrir börn

Rafræn handbók á vef Menntamálastofnunar sem ætluð er kennurum og leiðbeinendum sem stuðningur í mannréttindafræðslu barna. Litli-kompás byggir á sömu hugmyndafræði og kennsluaðferðum og Kompás sem margir þekkja. Þar er beitt óformlegum náms- og kennsluaðferðum og fyrirkomulagi sem veitir notendum bókarinnar bæði fræðilegan og hagnýtan stuðning. En ólíkt Kompás, sem er skrifaður fyrir unga fólkið …

Litli kompás – mannréttindamenntun fyrir börn Read More »

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna

Almennar upplýsingar um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og sáttmálinn í heild sinni. Barnasáttmálinn og verkefni honum tengd er til á ýmsum tungumálum sem sækja má á vefinn.

Sjálfsmynd og líkamsmynd barna og unglinga

Á þessari vefsíðu, sem er samstarfsverkefni námsráðgjafa, kennara, hjúkrunarfræðinga og sálfræðinga eru margvíslegar upplýsingar um sjálfsmynd og líkamsmynd barna og unglinga. Einnig hagnýt ráð og skemmtileg verkefni sem hægt er að vinna með börnum og unglingum alla grunnskólagönguna. Sjá upplýsingar um sjálfsmynd og líkamsmynd barna og unglinga.

Einföld tengslakönnun

Hér er að finna dæmi um einfalda tengslakönnun sem hægt er að aðlaga og nota fyrir 6-10 ára börn. https://123skoli.is/product/tengslakonnun

68 Heimspekiæfingar fyrir börn og unglinga

Hér má finna 68 æfingar í heimspeki sem Jóhann Björnsson tók saman og eru á rafbókarformi sem gefin er út af Námsgagnastofnun 2014. Æfingarnar er hægt að nota í ýmsum námsgreinum og starfi með börnum og unglingum til þess að spyrja, hugsa og rökræða.  

Spor – Efling tilfinningaþroska og samskiptahæfni

Spor bækurnar eru flott námsefni í lífsleikni fyrir 6-9 ára börn sem hefur það að markmiði að efla tilfinningaþroska og samskiptahæfni nemenda. Bækurnar eru eftir Elínu Elísabetu Jóhannsdóttur og eru gefnar út af Menntamálastofnun. Á vef menntamálastofnunar má einnig finna kennsluleiðbeiningar fyrir allar spor bækurnar.

Valdefling í gegnum heimspekilega vinnu

Fjölbreyttar upplýsingar um heimspeki með börnum og unglingum er að finna á heimasíðu miðstöðvar fyrir heimspeki með börnum (Center for Philosophy for Children) sem starfar við Háskólann í Washington. Lögð er áhersla á hvernig hægt er að valdefla ungt fólk í gegnum heimspekilega vinnu.

Scroll to Top
Scroll to Top