Vefsvæði

Stjórnlög unga fólksins

Flott fræðslu-og vakningarsíða um stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Þar er að finna fræðslumyndbönd og verkefni tengd stjórnarskránni og upplýsingar um þing ungmennaráða um stjórnarskrána.

Vefur barnasáttmála SÞ

Á vefnum barnasáttmáli.is er fróðleikur, verkefni og leikir um barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og mannréttindi barna. Þar má finna greinagóðar upplýsingar um barnasátmála Sameinuðu þjóðanna, hugtakalista og kennsluhugmyndir.

Allir eiga rétt

Á vefnum má finna fjölbreytt kennsluefni frá Unicef um réttindi, skyldur, samstöðu og umburðarlyndi. Efninu er skipt upp í 7 kafla og hverjum kafla fylgja verkefni sem hægt er að vinna með unglingum í grunnskólum.

Spurningatækni og samræðuæfingar

Á heimasíðu um Leiðsagnarnám, sem er hluti af þróunarverkefni kennara í grunnskólum Reykjavíkur, kemur fram að lögð er áhersla á samræðuna í leiðsagnarnámi og að börn tali meira um námið en kennarinn og áhersla er einnig á að börn séu að vinna saman. Á heimasíðunni er meðal annars að finna æfingar sem tengjast spurningatækni og …

Spurningatækni og samræðuæfingar Read More »

Stuðningur við liðsheildarvinnu

Á heimasíðu Edutophia (Geroge Lucas Educational Foundation) er umfjöllun og stutt myndbönd sem geta stutt við liðsheildarvinnu í barna- og unglingahópum þannig að öllum líði eins og þeir séu hluti af hópnum.

Samúð og samhygð

Á heimasíðu Melli O´Brien, sem m.a. er jógakennari og núvitundarsérfræðingur, er að finna umfjöllun um samhygð (e. empathy) og stutta teiknimynd þar sem Dr. Brené Brown fer yfir muninn á samúð og samhygð. Myndina hentar vel í vinnu með starfsfólki og/eða unglingum.

Málnotkun

Á heimasíðu Miðju máls og læsis má finna margs konar efni um málnotkun.

Setningafræði

Á heimasíðu Miðju máls og læsis má finna ýmsar hugmyndir um hvernig kenna má setningafræði.

Orðaforði

Á heimasíðu Miðju máls og læsis m á finna ýmislegt um orðaforðann.

Scroll to Top
Scroll to Top