Hljóðkerfisvitund
Upplýsingar á vefsíðu Miðju máls og læsis um hljóðkerfisvitund og hugmyndabanki með verkefnum sem tengjast hljóðkerfisvitund
Upplýsingar á vefsíðu Miðju máls og læsis um hljóðkerfisvitund og hugmyndabanki með verkefnum sem tengjast hljóðkerfisvitund
Á vefnum Stopp ofbeldi hefur Menntamálastofnun tekið saman fjölbreytt úrval af náms- og kennsluefni sem snýr að forvörnum gegn ofbeldi. Námsefninu er skipt niður á aldursstig, allt frá leikskólabörnum til framhaldsskólanema.
Stopp ofbeldi – námsefni fyrir allan aldur Read More »
Listasafn Reykjavíkur kynnir í samstarfi við listamanninn Krassasig nýja fræðsluþætti um samtímalist – A BRA KA DA BRA! Þættirnir eru unnir í tengslum við nýjan fræðsluvef Listasafns Reykjavíkur A Bra Ka Da Bra og sýninguna Abrakadabra – töfrar samtímalistar í Hafnarhúsi. Abrakadabra er nýtt svæði á heimasíðu Listasafns Reykjavíkur sem verður áfram aðgengilegt. Þar er
Á þessari vefsíðu geta foreldrar og aðrir aðstandendur barna á leikskólaaldri fengið verkfæri til að efla færni barna í íslensku og undirbúa þau betur fyrir lestrarnám. Undir flipanum gagnlegir hlekkir og forrit eru listar að fjölbreyttum vefsíðum, leikjum og öppum til að efla mál barna.
Snjöll málörvun – leggur grunninn að farsælla lestrarnámi Read More »
Á Nörd norðursins hefur verið fjallað á íslensku um tölvuleiki allt frá árinu 2011. Á vefsíðunni er leikjarýni, leikjafréttir, greinar, viðtöl og margt fleira sem tengist tölvuleikjum. Einnig er þar efni sem tengist nördakúltúrnum, s.s. kvikmyndir, spil, bækur og fleira.
Nörd norðursins – tölvuleikjaumfjöllun á íslensku Read More »
Vefsíða á ensku með margvíslegu fræðsluefni um málþroskaröskun (DLD) – Þarna má meðal annars finna myndbönd og krækjur á greinar og bækur, svo og upplýsingar um DLD-daginn sem haldinn er árlega.
Vitundarvakning um málþroskaröskun Read More »
Bandarísk vefsíða um málþroskaröskun (DLD) með margvíslegu fræðsluefni og myndböndum þar sem foreldrar börn og ungmenni segja sögu sínar.
Málþroskaröskun DLD Read More »
Á þessum undirvef Reykjavíkurborgar eru hagnýtar upplýsingar og leiðbeiningar um hugbúnað, námstæki, persónuvernd og ýmsar leiðbeiningar til að styðja við stafræna grósku í skóla- og frístundastarfi borgarinnar. Vefurinn er hugsaður fyrir nemendur, foreldra og starfsmenn.
Kennsluvarpið er framleitt af Kennslumiðstöð Háskóla Íslands. Þar eru upplýsingar til kennara og kennaranema um stefnur og strauma á sviði kennslufræðinnar sem ætlað er að veita innblástur fyrir mismunandi kennsluaðferðir – bæði nýjar sem gamlar.
Á þessari vefsíðu eru kennsluleiðbeiningar og ýmsar upplýsingar sem tengjast skapandi textílvinnu með stafrænni tækni. Margir spennandi möguleikar eru í boði til að samþætta stafræna tækni og handverkið á skapandi hátt. Efninu er er skipt fimm flokka eftir því hvaða búnaður er notaður, en þeir eru; raftextíll, Cricut maker, þrívíddarprentun, laser skurður og stafrænn útsaumur.
Stafræn nálgun á textíl Read More »