Vefsvæði

Eitt líf

Eitt líf stendur fyrir ýmsum fræðslu-, forvarnar- og vitundarvakningar-verkefnum. Stofnað var til verkefnisins í minningu Einars Darra með það að markmiði að sporna við og draga úr misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum og notkun annarra ávana- og fíkniefna. Á heimasíðu verkefnisins er m.a. leitarvél af úrræðum þegar vandasöm mál ber að garði sem tengjast geðheilbrigði, fíkn, […]

Eitt líf Read More »

Að hugleiða framtíðir – kennsluefni

Framtíðarsetur Íslands í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur gefið út kennslubókina Að hugleiða framtíðir. Um er að ræða efni sem leiðbeinendur, kennarar og nemendur geta nýtt sér þegar kemur að því að skoða eigin framvindu til framtíðar. Á vef framtíðarsetursins má finna vinnskjöl og leiðbeiningar til kennara en bókina sjálfa má kaupa á Amazon.com og skoða

Að hugleiða framtíðir – kennsluefni Read More »

Foreldraþorpið

Foreldraþorpið er samstarfsvettvangur átta grunnskóla í Laugardal, Háaleiti og Bústaðahverfi um forvarnir og lýðheilsu. Foreldraþorpið hefur staðið fyrir fræðslufundum fyrir foreldra, sent ályktanir og hvatningar til opinberra stofnanna og annarra sem koma að forvörnum barna og unglinga. Á heimasíðu Samfok eru upptökur frá nokkrum fyrirlestrum sem Foreldraþorpið hefur staðið fyrir.

Foreldraþorpið Read More »

Tví- og fjöltyngi

Hér má finna þrjá frábæra bæklinga um tvítyngi og fjöltyngi sem ætlaðir eru foreldrum og starfsfólki leik- og grunnskóla. Bæklingunum er ætlað að vera ítarefni til viðbótar foreldraviðtali með ráðgjöf eða foreldrafræðslu um málheim fjöltyngdra barna og gæðamálörvun. Foreldri bregst við tjáningu barnsins síns Málþroski tvítyngdra barna Tvítyngt barn og tungumál þess Miðja máls og

Tví- og fjöltyngi Read More »

Tákn með tali

Tákn með tali er tjáskiptaaðferð sem upphaflega var þróuð fyrir börn með mál- og þroskaröskun.  Á síðu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins er meðal annars að finna ýmsar almennar upplýsingar fyrir starfsf´lk um þessa aðferð og hlekkir á áhugaverðar heimasíður.

Tákn með tali Read More »

Ofbeldi unglinga – fræðsluefni frá lögreglu

Umfjöllun og stutt myndbönd um þá áhættuhegðun sem felst í slagsmálum unglinga en rannsóknir hafa sýnt að ofbeldismenning er útbreidd í þessum aldurshópi. Sprottið hafa upp síður á samfélagsmiðlum og lokaðir hópar þar sem birt eru myndbönd af unglingum, jafnvel grófum slagsmálum á meðan aðrir standa aðgerðarlausir og fylgjast með eða hvetja til dáða. Snúa

Ofbeldi unglinga – fræðsluefni frá lögreglu Read More »

Raunstærð landa á jörðinni

Þar sem jörðin er er breiðari um miðbaug en fullkomin kúla myndast skekkja við gerð landakorta. Lönd fjarri miðbaug virðast stærri/minni en þau eru eftir því hvort kortið er gert með norðlægum eða suðlægum halla. Á þessari vefsíðu er hægt er að bera saman raunverulega stærð landa á sjónrænan hátt. Landið er valið og síðan

Raunstærð landa á jörðinni Read More »

Huldukonur í sögunni

Huldukonur í sögunni er námsefni sem fjallar um hinsegin konur og hinseginleika í Íslandssögunni. Sjónum er beint að konum og hinsegin kynverund í sögu Íslands. Námsefnið byggir á nýlegum rannsóknum á íslenskri hinsegin sögu, hinsegin sagnfræði og hinsegin menntunarfræði og beinir athygli að samspili kyns, kynvitundar, kynhneigðar, búsetu og stéttarstöðu. Einnig er lögð áhersla á

Huldukonur í sögunni Read More »

Hljómleikur

Hljómleikur er kennslubók í ukulele- og hljómborðsleik fyrir byrjendur á miðstigi grunnskóla eða forskóladeildir tónlistarskóla. Bókin er afurð meistaraverkefnis Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur við listkennsludeild Listaháskóla Íslands. Á vef bókarinnar er hægt að kaupa bókina og hafa samband við Helgu Þórdísi sem býður upp á námskeið þar sem stuðst er við efni bókarinnar. Verkefnið var eitt sjö

Hljómleikur Read More »

Scroll to Top