Sjálfsefling

Rafíþróttir í 110 og 113

Samstarfsverkefni frístundamiðstöðvarinnar Ársels,íþróttafélagsins Fylkis, þjónustumiðstöðvar Árbæjar og grunnskólanna í Árbæ, Grafarholti, Norðlingaholti og Úlfarsárdal. Markmiðið er að ná til þeirra barna sem ekki eru félagslega virk vegna tölvunotkunar og hafa ekki verið að stunda skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf. Með rafíþróttum verður leitast við að efla félagsfærni barna, efla sjálfsmyndina þeirra og stuðla að heilbrigðum lífstíl.

Rafíþróttir í 110 og 113 Read More »

Það þarf heilt þorp; samstarfsverkefni um félagsfærni og sjálfseflingu

Samstarfsverkefni leikskóla, grunnskóla og frístundastarfs í Bakkahverfinu í Breiðholti. Að búa börn hverfisins undir virka þátttöku í fjölmenningar- og fjölþjóðlegu lýðræðissamfélagi, efla hæfni barna í jákvæðum og árangursríkum samskiptun,færni í samstarfi, að setja sig í spor annarra og sýna góðvild og virðingu, efla tilfinningalæsi, réttlætiskennd og leiðtogahæfni barnanna ofl. Skólaárið 2019-2020 fékk verkefnið 5.500.000 kr.

Það þarf heilt þorp; samstarfsverkefni um félagsfærni og sjálfseflingu Read More »

Scroll to Top