Heilbrigði

Mig dreymir um að verða … Stoðdeildin Birta

Í þessu myndbandi sem sýnt var á Menntastefnumótinu 2021 er sagt frá verkefninu Að endurskrifa sögur stríðs í sögur friðar og greina nemendur við stoðdeild Birtu lífssögu sína og segja frá framtíðardraumum sínum. Börnin lesa saman valdar barnasögur frá ýmsum menningarheimum sem koma inn á hluti eins og að taka jákvæðar ákvarðanir, hjálpa öðrum og sýna …

Mig dreymir um að verða … Stoðdeildin Birta Read More »

Sjálfbærni – náttúra – sköpun (LÁN) í Foldaskóla

Í þessu myndbandi segja Karen Björk Guðjónsdóttir, Rut Friðriksdóttir og fleiri kennarar í Foldaskóla frá þemaverkefninu Sjálfbærni-náttúra og sköpun, sem unnið var á vormisseri 2021 í samstarfi við LÁN – listrænt ákall til náttúrunnar. Foldaskóli er Grænfánaskóli og heilsueflandi skóli og kallaðist verkefnið því vel á við áherslur skólans í umhverfismálum. Í 5. bekk völdu …

Sjálfbærni – náttúra – sköpun (LÁN) í Foldaskóla Read More »

Menningarmót í 5. bekk

Á Menningarmótum fá nemendur tækifæri til að hittast og kynna sína persónulegu menningu í hvetjandi umhverfi. Ekki er endilega um að ræða þjóðarmenningu eða upprunamenningu einstaklinga heldur er markmiðið að hver og einn varpi ljósi á það sem skiptir hann mestu máli eða vekur áhuga hans. Í þessu myndbandi er sýnt frá menningarmóti í 5. …

Menningarmót í 5. bekk Read More »

Sund- og íþróttakennsla í Norðlingaskóla

Í þessu myndbandi er sýnt hvernig Sandra Rán Garðarsdóttir kennir yngstu nemendunum fyrstu sundtökin í bringusundi. Hún sýnir hvaða kennsluaðferðir hún notar til að nemendur nái þessari mikilvægu grunnfærni. Elvar Þór Friðriksson íþróttakennari sýnir hvernig farið er með með nemendum í gegnum hugleiðslu/slökun en það fyrirkomulag hefur skilað sér í betri virkni og líðan nemenda.   …

Sund- og íþróttakennsla í Norðlingaskóla Read More »

UNICEF – Akademían

UNICEF – Akadamían er fræðsluvettvangur UNICEF á Íslandi þar sem samstarfsaðilar geta sótt upplýsingar um verkefni, námskeið og  fræðslu fyrir starfsfólk, ungmennaráð, réttindaráð og nemendur. Þar má m.a. finna námskeið um: • Barnvæn sveitarfélög • Réttindaskóla og – frístund • Barnasáttmálann

Draumaskólinn Fellaskóli

Í Fellaskóla er unnið að verkefni undir heitinu Draumaskólinn. Markmiðið með því er að nemendum bjóðist framúrskarandi menntun, nái góðum árangri þannig að þeir geti látið drauma sína rætast. Leiðarljós í skólastarfinu eru mál og læsi, leiðsagnarnám, tónlist og skapandi skólastarf. Sjá myndband um verkefnið þar sem deildarstjórar kynna kennsluhætti, leiðsagnarnám og fl.

Smiðjan – Samþætting námsgreina, teymiskennsla, tækni og sköpun í unglingakennslu

Í þessu myndbandi er farið í heimsókn í smiðju í Langholtsskóla og kynnst teymiskennslu og skapandi námi með upplýsingatækni. Kennarar í Langholtsskóla ræða upplifun sína af teymiskennslu og samþættingu og hag ákveðinna námsgreina af samþættingunni. Einnig er komið inn á skipulag kennslunnar og hvernig reynt er að gera námsumhverfið og umgjörð námsins sem mest skapandi.

Heimsmynd Víkurskóla

Víkurskóli er að feta sín fyrstu spor í því að auka vægi list- og verkgreina, nota nýsköpunarhugsun og vinna með hönnunarferli. Í þessu kynningarmyndbandi er farið yfir stefnu skólans og verkefni nemenda og reifað hvernig skólanum tókst til á fyrsta starfsári sínu þar sem heimsfaraldur setti starfinu ýmis mörk.  

Bók: Hacking School Discipline

Í bókinni Hacking School Discipline: 9 Ways to Create a Culture of Empathy and Responsibility Using Restorative Justice er fjallað um leiðir til að skipta út hefðbundnum skólaaga fyrir sannreynt kerfi án refsinga með samfélagi ábyrgra,  afkastamikilla og sjálfstæðra nemenda. Höfundar bókarinnar eru kennararnir og skólaleiðtogar, Nathan Maynard og Brad Weinstein. Þeir veita hagnýtar ábendingar …

Bók: Hacking School Discipline Read More »

Geðlestin

Á vefsíðunni Geðlestin er geðfræðsla fyrir nemendur í efri bekkjum grunnskóla og framhaldsskóla sem byggir á þeirri staðreynd að við búum öll við geð rétt eins og við erum með hjarta. Á lífsleiðinni er mjög líklegt að við lendum í mótvind og þurfum jafnvel að leita okkur aðstoðar. Öflug geðrækt frá unga aldri út lífið …

Geðlestin Read More »

Scroll to Top
Scroll to Top