Læsi

Varúlfaspilið

Varúlfaspilið er gjöf til kennara og nemenda um allt land frá Ingva Hrannari Ómarssyni – Leikurinn tengist um margt lykilhæfni í aðalnámskrá grunnskóla.

Verkefnakista Grænfánans – Umhverfislæsi

Þessi flotta Verkefnakista kemur fá kennurum sem hafa unnið með nemendum á vettvangi í Grænfánaverkefni Landverndar. Þar má finna meira en 50 spennandi verkefni sem tengjast umhverfisvernd til að vinna með nemendum á öllum skólastigum bæði í kennslustofunni og útinámi. Meðal verkefna sem finna má í verkefnakistunni eru Náttúruljóð, Töskusaumur og Hvaðan kemur vatnið

Fimman

Fimman er kennsluaðferð í lestri og samanstendur af fimm verkefnum.  Aðferðin er þróuð af systrunum Gail Boushey og Joan Moser í Bandaríkjunum og hefur Ingvi Hrannar Ómarsson aðlagað hana að íslenskum veruleika.

Tungumálatorg

Á Tungumálatorginu má finna ógrynni upplýsinga um leiðir í kennslu tvítyngdra barna og margt fleira.

Byrjendalæsi

Á innri vef Reykjavíkurborgar má finna hagnýtar upplýsingar fyrir starfsfólk um byrjendalæsi. 

Lesvefurinn

Á þessum vef er að finna ýmsan fróðleik um læsi og lestrarerfiðleika 

Lesið í leik

Á leikskólaárunum er lagður mikilvægur grunnur að þroska barna sem undirbýr þau fyrir lestrarnám seinna meir en oft er hugtakið bernskulæsi (e. emergent literacy) notað yfir þetta ferli. Læsisstefna leikskóla er rit sem allir sem vinna með bernskulæsi ættu að lesa. 

Útinám með leikskólabörnum

Hefurðu hug á að vera með útinám eða vantar þig hugmyndir? Margir leikskólar Reykjavíkurborgar leggja áherslu á að vera með útinám í starfi sínu. Þó nokkrir hafa verið með formlegt þróunarstarf tengt útinámi. Hér fyrir neðan eru nokkrar þróunarskýrslur sem gagnlegt er að grúska í til að fá hugmyndir að því hvernig skipuleggja má útinámið. …

Útinám með leikskólabörnum Read More »

Scroll to Top
Scroll to Top