12-16 ára

Mytur eða sögusagnir um málþroskaröskun DLD

Margar sögusagnir eða mýtur eru um hvað felist í málþroskaröskun DLD. Á þessari vefsíðu getur þú kynnt þér sögusagnir tengdar málþroskaroskun, en á henni er m.a. fjallað um einkenni , muninn á málhljóðaröskun og málþroskaröskun DLD, vinnu talmeinafræðinga með börnum og þátt foreldra í málþroskaröskun barna sinna.    

Nörd norðursins – tölvuleikjaumfjöllun á íslensku

Á Nörd norðursins hefur verið fjallað á íslensku um tölvuleiki allt frá árinu 2011. Á vefsíðunni er  leikjarýni, leikjafréttir, greinar, viðtöl og margt fleira sem tengist tölvuleikjum. Einnig er þar efni sem tengist nördakúltúrnum, s.s.  kvikmyndir, spil, bækur og fleira.

Leikjavarpið

Leikjavarpið er íslenskt hlaðvarp þar sem fjallað er um það helsta úr heimi tölvuleikja. Umfjöllun um tölvuleiki er yfirleitt á ensku en í Leikjavarpinu er fjallað um þá á íslensku. Í þáttum Leikvarpsins er meðal annars fjallað um nýlega tölvuleiki, tölvuleikjafréttir og valdir tölvuleikir eru gagnrýndir.

“Það myndast svona Skrekksfjölskylda. Það er alveg rosalega mikið traust í þessu”

Í þessu myndbandi er fjallað um Skrekk, hæfileikakeppni SFS, út frá ýmsum sjónarhornum. Harpa Rut Hilmarsdóttir Skrekksstýra fer yfir farinn veg. Þá segir Jóna Guðrún Jónsdóttir frá rannsókn sem hún gerði á áhrifum þess að taka þátt í Skrekk á líðan og sjálfsmynd unglinga.  Saga María og Kári Freyr, fyrrum þátttakendur í Skrekk koma í …

“Það myndast svona Skrekksfjölskylda. Það er alveg rosalega mikið traust í þessu” Read More »

Kennsluefni í kynja- og hinseginfræðum fyrir leik- og grunnskóla

Í þessari greinargerð eftir Bjarklindi Björk Gunnarsdóttur er gott yfirlit yfir kennsluefni í kynja- og hinseginfræðum fyrir leik- og grunnskólabörn. Yfirlitið er skýrt og aðgengilegt og kennsluefnið í ýmsu formi, s.s. myndefni, lesefni og leikjum og bæði á íslensku og ensku. Kynja- og hinseginfræðsla er mikilvæg á öllum skólastigum. Hún leiðir til aukins skilnings á …

Kennsluefni í kynja- og hinseginfræðum fyrir leik- og grunnskóla Read More »

Mig dreymir um að verða … Stoðdeildin Birta

Í þessu myndbandi sem sýnt var á Menntastefnumótinu 2021 er sagt frá verkefninu Að endurskrifa sögur stríðs í sögur friðar og greina nemendur við stoðdeild Birtu lífssögu sína og segja frá framtíðardraumum sínum. Börnin lesa saman valdar barnasögur frá ýmsum menningarheimum sem koma inn á hluti eins og að taka jákvæðar ákvarðanir, hjálpa öðrum og sýna …

Mig dreymir um að verða … Stoðdeildin Birta Read More »

Stærðfræði í daglegu lífi – Samvinnunám á miðstigi

Þetta verkefni í stærðfræði sem unnið var í Norðlingaskóla var unnið á gömlum grunni í anda leiðsagnarnáms þar sem nemendur voru hvattir til að tala um stærðfræðihugtök, fengu fyrirmyndir og lögðu sitt af mörkum í leit að fjölbreyttum lausnaleiðum í verkefnavinnunni. Í þessu myndbandi segja kennarar og nemendur frá stærðfræðináminu.  

UNICEF – Akademían

UNICEF – Akadamían er fræðsluvettvangur UNICEF á Íslandi þar sem samstarfsaðilar geta sótt upplýsingar um verkefni, námskeið og  fræðslu fyrir starfsfólk, ungmennaráð, réttindaráð og nemendur. Þar má m.a. finna námskeið um: • Barnvæn sveitarfélög • Réttindaskóla og – frístund • Barnasáttmálann

Töfrar leiksýningar 7. bekkjar í Melaskóla

Í þessu myndbandi er kynnt samvinna LoVe-teymisins (list- og verkgreinakennarar) við uppfærslu á leikriti 7. bekkjar í Melaskóla. Farið er í allt ferlið, frá smiðjum til sýningar. LoVe-teymið skipa list- og verkgreinakennararnir: María Oddný Sigurðardóttir, Svava María Þórðardóttir, Marta Hrafnsdóttir, Sesselja G. Magnúsdóttir, Magnús Valur Pálsson, Sonný Hilma L. Þorbjörnsdóttir, Sigrún Baldursdóttir og Sveinn Bjarki …

Töfrar leiksýningar 7. bekkjar í Melaskóla Read More »

Scroll to Top
Scroll to Top