Grunnskóli

Hverfið okkar í nærmynd – rödd samfélagsins

Starfsstaðir verkefnisins eru allir í Austurmiðstöð. Nemendur í Borgaskóla og Engjaskóla sameinast í 8. bekk í Víkurskóla. Vígyn er félagsmiðstöð fyrir þau öll. Þetta verkefni er hugsað til þess að gefa nemendum tækifæri á samstarfi milli skólanna, frístundamiðstöðvar og styrkja þannig tengsl nemenda og starfsfólks. Þessir starfstaðir hafa áhuga á að byggja upp þekkingu á […]

Hverfið okkar í nærmynd – rödd samfélagsins Read More »

HugSmiðja – Hugsandi skólasamfélag

Áskoranir skólanna og mikilvægi verkefnis:  Bókasöfn Grandaskóla og Rimaskóla standa frammi fyrir verulegri endurnýjunarþörf, ekki aðeins hvað varðar bókakost heldur einnig tæknibúnað og aðgengi nemenda að fjölbreyttum námstækjum. Hefðbundið hlutverk skólasafna þarf að þróast í takt við breytingar á menntun og samfélagi, þar sem læsi í víðu samhengi, skapandi hugsun og notkun stafrænnar tækni verða

HugSmiðja – Hugsandi skólasamfélag Read More »

Heillaspor í skólastarfi

Austurbæjarskóli og Rimaskóli, ásamt leikskólum hverfisins og frístundamiðstöðvum, hafa verið valdir til að hefja innleiðingu á Heillaspori (Nurture) frá hausti 2024. Skóla- og frístundaráð hefur sett í Menntastefnu aðgerðir fyrir 2025-2027 sem kveða á um innleiðingu Heillaspora í allar starfsstöðvar borgarinnar. Innleiðingarskólarnir telja mikilvægt að horfa til raunprófaðra aðferða og vanda til verka. Því er

Heillaspor í skólastarfi Read More »

Farsæld til framtíðar

„Verkefnið Farsæld til framtíðar er forvarnarverkefni fyrir börn í 5-7. bekk í Fella- og Hólabrekkuskóla. Um er að ræða samstarfsverkefni grunnskólahluta Skóla- og frístundadeildar Suðurmiðstöðvar, frístundamiðstöðvarinnar Miðbergs og Fella- og Hólabrekkuskóla. Verkefnið er tilraunaverkefni til eins árs, skólaársins 2024 – 2025 með möguleika á áframhaldi. Verkefninu er ætlað að bregðast við þeim áskorunum sem staðið

Farsæld til framtíðar Read More »

Ábyrgt og jákvætt samfélag á miðstigi

Á síðustu árum hefur umhverfi grunnskólanemenda orðið flóknara og samskipti milli barna breyst, stundum í neikvæða átt. Samstarfsaðilar þessa verkefnis hafa tekið eftir breytingu á félagsfærni nemenda sem er í samræmi við niðurstöður rannsókna á síðustu árum. í Hlíðaskóla og Háteigsskóla hafa starfsmenn skólanna og frístundastarfsins orðið varir við neikvæð samskipti milli barnanna sem brugðist

Ábyrgt og jákvætt samfélag á miðstigi Read More »

Öll í sama liði

Vanlíðan barna og unglinga hefur aukist síðustu ár samkvæmt niðurstöðum R&G. Fagfólk og aðrir sem starfa með börnum og unglingum hafa upplifað aukningu í slæmri orðræðu og óæskilega hegðun í barna og unglingahópum. Öll í sama liði er verkefni sem hefur það að markmiði að ýta undir jákvæð samskipti barna og unglinga, stuðla að því

Öll í sama liði Read More »

Innleiðing á Gagnvirka samstarfslíkaninu í grunnskólum í Breiðholti

Markmið verkefnisins er að bæta þjónustu við nemendur og veita þeim stuðning á grundvelli fyrirliggjandi gagna og þarfa. Áhersla er á að efla lausnaleit starfsmanna skóla, auka trú þeirra á eigin getu til að styðja við nemendur og að starfsfólk styðji hvert annað í að skapa nemendum námsumhverfi út frá stöðu þeirra og þörfum. Þá

Innleiðing á Gagnvirka samstarfslíkaninu í grunnskólum í Breiðholti Read More »

Tökum samtalið! Klám er ekki kynfræðsla

Markmið verkefnisins er að tryggja börnum og unglingum tæki og tól til að þroskast kynferðislega á heilbrigðan hátt og hvetja til að taka ábyrgð á eigin lífi sem aftur eflir sjálfið, o.fl. Þátttakendur í verkefninu eru frístundamiðstöðin Tjörnin, Stígamót, Jafnréttisskóli Reykjavíkur, Menntavísindasvið HÍ og Rannkyn. Verkefnastjóri er Eva Halldóra Guðmundsdóttir Skólaárið 2021-2022 fékk verkefnið 5.000.000

Tökum samtalið! Klám er ekki kynfræðsla Read More »

Fyrstu 1.000 orðin

Markmið verkefnisins er að fræða starfsfólk og foreldra um mikilvægi þess að efla málþroska og tungumálafærni barna (hlustun, málnotkun og tjáningu), að efla orðaforða barna á leikskólaaldri, skapa rauðan þráð í orðaforðavinnu allra leikskóla. Jafnframt að starfsfólk og kennarar í grunnskólum fái í hendurnar verkfæri með kennsluleiðbeiningum til að efla íslensku og stuðla að virku

Fyrstu 1.000 orðin Read More »

Áframhald á innleiðingu leiðsagnarnáms í þekkingarskólum

Meginmarkmið verkefnisins er að gera nemendur með íslensku sem annað mál að virkum þátttakendum í skólastarfi og skólasamfélagi með því að halda áfram að innleiða nýjar kennsluaðferðir, útbúa kennsluleiðbeiningar, kennsluefni og kynningarefni. Þáttakendur í verkefninu eru Hlíðaskóli, Dalskóli, Hamraskóli, Borgaskóli, Víkurskóli og Engjaskóli. Verkefnastjóri er Katrín Cýrusdóttir skólastjóri. Skólaárið 2021-2022 fékk verkefnið 4.000.000 kr. styrk

Áframhald á innleiðingu leiðsagnarnáms í þekkingarskólum Read More »

Scroll to Top