Kveikjur

Teiknimyndasögur um allt mögulegt sem tengist kynlífi

Á þessari vefsíðu má finna efni sem tengist umræðuefni/viðfangsefni dagsins og varpa því upp sem teiknimynd. Hægt er að velja úr yfir 100 stuttum teiknimyndasögum. Hætt er við að sumir vafrar/netþjónar loki á síðuna þar sem efni hennar er túlkað sem klám.

Sjúk ást

Sjúk ást er verkefni á vegum Stígamóta um ofbeldi í samböndum ungmenna. Verkefninu er ætlað að vera forvörn gegn ofbeldi með því að fræða ungt fólk um mörk og samþykki. Markmiðið er að ungmenni þekki muninn á heilbrigðum, óheilbrigðum og ofbeldisfullum samböndum. Á vefnum eru upplýsingar um kynlíf, klám, birtingarmyndir ofbeldis, hvað einkennir heilbrigð sambönd …

Sjúk ást Read More »

Kynfræðsla Siggu Daggar

Kynfræðsla Siggu Daggar hefur skapað sér sérstöðu fyrir að vera opinská, einlæg og full af húmor. Hún leggur ríka áherslu á að skapa jákvætt og opið andrúmsloft í  umræðumog er gengið út frá því að kynlíf megi vera gott en þar þurfi að ríkja virðing, væntumþykja, sjálfsþekking, samþykki og opin samskipti.

Munurinn á kynlífi og klámi

Myndband á ensku sem fjallar um ýmsar staðlaðar hugmyndir um kynlíf sem koma fram í klámefni. Raunveruleikinn er oftast allt annar en glansmyndir klámsins gefa til kynna.

Er hægt að kenna mannkosti?

Áhugavert myndband á enksu þar sem börn og fræðimenn reyna að svara þeirri spurningu hvort hægt sé að bæta mannkosti með kennslu.    

Um mannkostamenntun

Kristján Kristjánsson heimspekingur fjallar í þessu útvarpsviðtali um hvað felst í mannkostamentun.

Börn og miðlanotkun

Á vef Heimilis og skóla er gagnleg handbók fyrir foreldra barna á grunnskólaaldri og aðra um leiðir til að tryggja örugga miðlanotkun barna. Börn eiga rétt á að njóta öryggist og verndar gegn skaðlegu efni í fjölmiðlum og fullorðnir bera ábyrgð að kynna ólíka miðla og þau tækifæri sem í þeim felast. Mikilvægt er að …

Börn og miðlanotkun Read More »

Réttindaskóli og réttindafrístundastarf

Á heimasíðu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna eru upplýsingar um hvað felst í hugmyndafræðinni um Réttindaskóla og Réttindafrístundastarf. Hugmyndafræði tekur mið af Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins og miðar að því að auka virðingu, vernd og innleiðingu mannréttinda. Skólar, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar sem vinna eftir líkaninu leggja Barnasáttmálann til grundvallar í öllu starfi sínu; skipulagningu, …

Réttindaskóli og réttindafrístundastarf Read More »

Scroll to Top
Scroll to Top