Kveikjur

Virkir foreldrar

Stutt myndbönd sem koma á framfæri þeim skilaboðum að virkni foreldra skiptir máli. Myndböndin fjalla um verndandi þætti og mikilvægi foreldra í því sambandi. Fjallað er um þætti eins og tengsl og samveru foreldra og barna, mikilvægi svefns, þátttöku í skipulögðu frístundastarfi, skjátíma, foreldrarölt og fleira.

Náms hlaðborð – enska

Þetta er hlaðborð hugmynda fyrir enskukennslu. Verkfærið sem er notað heitir Padlet sem gefur tækifæri til að miðla efni á netinu á skýran og fjölbreyttan hátt.    

Náms hlaðborð – íslenska

Þetta er hlaðborð hugmynda fyrir íslenskukennslu. Verkfærið sem er notað heitir Padlet sem gefur tækifæri til að miðla efni á netinu á skýran og fjölbreyttan hátt.

Vinnusmiðjur fyrir fulltrúa í ráðum grunnskóla og félagsmiðstöðva

Veturinn 2022-2023 voru haldnar fjórar vinnusmiðjur fyrir fulltrúa í skólaráðum, nemendaráðum og unglingaráðum í Breiðholti en kallað hafði verið eftir fræðslu og auknu samstarfi þeirra á milli. Könnun var lögð fyrir þátttakendur í smiðjunum og það kom í ljós að 74% þeirra fannst smiðjurnar „frábærar“en 26% merktu við „veit ekki“. Engum fannst smiðjurnar vera gagnslausar. …

Vinnusmiðjur fyrir fulltrúa í ráðum grunnskóla og félagsmiðstöðva Read More »

Kvikmyndir fyrir alla

Á vefnum Kvikmyndir fyrir alla má finna fyrirlestra og frásagnir frá framúrskarandi fagfólki í kvikmyndagerð um ólík hlutverk kvikmyndagerðar: Leikstjórn, klipping, tónlist, handrit, kvikmyndatökur. Einnig má finna kennslumyndbönd um kvikmyndagerð undir flokknum kennslumyndbönd fyrir alla.

MenntaRÚV

Á vefnum Menntarúv má finna samantekt á fjölbreyttu fræðsluefni frá RÚV sem nýst getur í skóla- og frístundastarfi. Þar má finna fjölbreytt efni sem hægt er að nýta til fræðslu með börnum. Á MenntaRÚV má finna þætti um náttúrulíf, tækni, vísindi, sögulega viðburði, kynfræðslu, jafnréttismál, leikrit, heimildarmyndir um ýmis málefni, hönnun, ADHD, kynvitund, trans börn, …

MenntaRÚV Read More »

Trans fólk og trans veruleiki

Vefsíðan Trans fólk og trans veruleiki hefur að geyma efni sem er tilvalið að nýta sem kveikju í umræðu um trans og trans fólk með unglingum í efstu bekkjum grunnskóla og í starfi félagsmiðstöðva. Síðan er unnin af Guðjóni Atlasyni, Huldu Valdísi Valdimarsdóttur og Lilju Ósk Magnúsdóttur sem hluti af verkefni í námskeiði í Háskóla …

Trans fólk og trans veruleiki Read More »

Menningarmót

Á Menningarmótum fá nemendur tækifæri til að hittast og kynna sína persónulegu menningu í hvetjandi umhverfi. Ekki er endilega um að ræða þjóðarmenningu eða upprunamenningu einstaklinga heldur er markmiðið að hver og einn varpi ljósi á það sem skiptir hann mestu máli eða vekur áhuga hans. Í þessu myndbandi er sýnt frá menningarmóti í 5. bekk í …

Menningarmót Read More »

Fræðsluskot í fjölmenningarlegu umhverfi

Á vefnum Fræðsluskot fyrir önnum kafna kennara í fjölmenningarlegu kennsluumhverfi má finna aðferðir og hagnýt verkfæri fyrir alla kennara sem starfa fjölmenningarlegu kennsluumhverfi.

Scroll to Top
Scroll to Top