Kveikjur

Eitruð lítil Pilla – Fræðslupakki

Borgarleikhúsið í samstarfi við Jafnréttisskólann og Viku6 bauð unglingum úr 10. bekk að koma með félagsmiðstöðinni sinni á söngleikinn Eitruð lítil pilla í febrúar 2024. Leikhúsferðinni var svo fylgt eftir með fræðslupakka þar sem unnið var með þemu verksins. Söngleikurinn tekst á við málefni eins og fíknivanda, kynferðisofbeldi, framhjáhald, brothætta glansímynd, fordóma, kynvitund og fleira.

Hinsegin fána spil

Spil með fánum hinsegin málefna sem er hægt að nýta sem leik til að kynnast þessum málefnum nánar.

Rannsóknir sýna…Við skiptum máli

Glærur sem stjórnendur eru hvattir til að nýta í forvarnarfræðslu fyrir foreldra. Glærurnar eru teknar saman af Margréti Lilju Guðmundsdóttur, þekkingarstjóra Planet Youth og sérfræðingi hjá Rannsóknum og greiningu. Um er að ræða þrjár útfærslur af glærum, eftir aldri barna foreldranna sem rætt er við hverju sinni. Einn fyrir foreldra barna í 1.-4. bekk, annan …

Rannsóknir sýna…Við skiptum máli Read More »

Virkir foreldrar

Stutt myndbönd sem koma á framfæri þeim skilaboðum að virkni foreldra skiptir máli. Myndböndin fjalla um verndandi þætti og mikilvægi foreldra í því sambandi. Fjallað er um þætti eins og tengsl og samveru foreldra og barna, mikilvægi svefns, þátttöku í skipulögðu frístundastarfi, skjátíma, foreldrarölt og fleira.

Náms hlaðborð – enska

Þetta er hlaðborð hugmynda fyrir enskukennslu. Verkfærið sem er notað heitir Padlet sem gefur tækifæri til að miðla efni á netinu á skýran og fjölbreyttan hátt.    

Náms hlaðborð – íslenska

Þetta er hlaðborð hugmynda fyrir íslenskukennslu. Verkfærið sem er notað heitir Padlet sem gefur tækifæri til að miðla efni á netinu á skýran og fjölbreyttan hátt.

Vinnusmiðjur fyrir fulltrúa í ráðum grunnskóla og félagsmiðstöðva

Veturinn 2022-2023 voru haldnar fjórar vinnusmiðjur fyrir fulltrúa í skólaráðum, nemendaráðum og unglingaráðum í Breiðholti en kallað hafði verið eftir fræðslu og auknu samstarfi þeirra á milli. Könnun var lögð fyrir þátttakendur í smiðjunum og það kom í ljós að 74% þeirra fannst smiðjurnar „frábærar“en 26% merktu við „veit ekki“. Engum fannst smiðjurnar vera gagnslausar. …

Vinnusmiðjur fyrir fulltrúa í ráðum grunnskóla og félagsmiðstöðva Read More »

Kvikmyndir fyrir alla

Á vefnum Kvikmyndir fyrir alla má finna fyrirlestra og frásagnir frá framúrskarandi fagfólki í kvikmyndagerð um ólík hlutverk kvikmyndagerðar: Leikstjórn, klipping, tónlist, handrit, kvikmyndatökur. Einnig má finna kennslumyndbönd um kvikmyndagerð undir flokknum kennslumyndbönd fyrir alla.

Scroll to Top
Scroll to Top