Kveikjur

Eitruð lítil Pilla – Fræðslupakki

Borgarleikhúsið í samstarfi við Jafnréttisskólann og Viku6 bauð unglingum úr 10. bekk að koma með félagsmiðstöðinni sinni á söngleikinn Eitruð lítil pilla í febrúar 2024. Leikhúsferðinni var svo fylgt eftir með fræðslupakka þar sem unnið var með þemu verksins. Söngleikurinn tekst á við málefni eins og fíknivanda, kynferðisofbeldi, framhjáhald, brothætta glansímynd, fordóma, kynvitund og fleira.

Eitruð lítil Pilla – Fræðslupakki Read More »

Virkir foreldrar

Stutt myndbönd sem koma á framfæri þeim skilaboðum að virkni foreldra skiptir máli. Myndböndin fjalla um verndandi þætti og mikilvægi foreldra í því sambandi. Fjallað er um þætti eins og tengsl og samveru foreldra og barna, mikilvægi svefns, þátttöku í skipulögðu frístundastarfi, skjátíma, foreldrarölt og fleira.

Virkir foreldrar Read More »

Vinnusmiðjur fyrir fulltrúa í ráðum grunnskóla og félagsmiðstöðva

Veturinn 2022-2023 voru haldnar fjórar vinnusmiðjur fyrir fulltrúa í skólaráðum, nemendaráðum og unglingaráðum í Breiðholti en kallað hafði verið eftir fræðslu og auknu samstarfi þeirra á milli. Könnun var lögð fyrir þátttakendur í smiðjunum og það kom í ljós að 74% þeirra fannst smiðjurnar „frábærar“en 26% merktu við „veit ekki“. Engum fannst smiðjurnar vera gagnslausar.

Vinnusmiðjur fyrir fulltrúa í ráðum grunnskóla og félagsmiðstöðva Read More »

Scroll to Top