Myndbönd

Forvarnardagurinn

Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands og er unninn í samvinnu við ýmsa aðila sem koma með einum eða öðrum hætti að málum unglinga. Forvarnardagurinn er haldinn á hverju hausti og þá er sjónum sérstaklega beint að ungmennum í 9. bekk og á fyrsta ári í framhaldsskóla. Í tengslum við forvarnardaginn hafa verið búin […]

Forvarnardagurinn Read More »

Barnamenningarhátíð 2021

Fjölbreytt og skemmtileg barnamenningarhátíð var haldin vorið 2021. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu var hátíðin með breyttu sniði og viðburðum dreift á lengri tíma. Margir fjölbreyttir og skemmtilegir viðburðir fóru fram víðsvegar um borgina og útbjó Skóla- og frístundasvið flottan sjónvarpsþátt um barnamenningarhátíð var útbúinn í samstarfi við RÚV. Leikskólinn Rauðhóll var með skemmtilega dagskrá

Barnamenningarhátíð 2021 Read More »

Foreldraþorpið

Foreldraþorpið er samstarfsvettvangur átta grunnskóla í Laugardal, Háaleiti og Bústaðahverfi um forvarnir og lýðheilsu. Foreldraþorpið hefur staðið fyrir fræðslufundum fyrir foreldra, sent ályktanir og hvatningar til opinberra stofnanna og annarra sem koma að forvörnum barna og unglinga. Á heimasíðu Samfok eru upptökur frá nokkrum fyrirlestrum sem Foreldraþorpið hefur staðið fyrir.

Foreldraþorpið Read More »

Heilabrot – þættir um andlega heilsu

Í þáttunum kryfja Steiney Skúladóttir og Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir til mergjar geðheilsu ungs fólks en kvíði og aðrir andlegir kvillar eru sívaxandi vandamál.  Fjallað er um nokkra tiltekna kvilla, meðferð og mögulegar úrlausnir, algengar mýtur og rætt við fólk sem hefur greinst með geðröskun, aðstandendur og fagfólk. Þættirnir eru sex og um 30 mínútur hver.

Heilabrot – þættir um andlega heilsu Read More »

Ofbeldi unglinga – fræðsluefni frá lögreglu

Umfjöllun og stutt myndbönd um þá áhættuhegðun sem felst í slagsmálum unglinga en rannsóknir hafa sýnt að ofbeldismenning er útbreidd í þessum aldurshópi. Sprottið hafa upp síður á samfélagsmiðlum og lokaðir hópar þar sem birt eru myndbönd af unglingum, jafnvel grófum slagsmálum á meðan aðrir standa aðgerðarlausir og fylgjast með eða hvetja til dáða. Snúa

Ofbeldi unglinga – fræðsluefni frá lögreglu Read More »

Rætur – þættir um fólk sem á rætur um allan heim

Fimm sjónvarpsþættir á ruv.is um fólk sem hefur sest að á Íslandi af ólíkum ástæðum. Í þáttunum er fjallað um innflytjendur á Íslandi, siði og venjur í ólíkum löndum, sambýli íslenskunnar og annara tungumála, að vera útlendingur á íslenskum vinnumarkaði og birtingarmyndir innflytjenda í fjölmiðlum. Hver þáttur er um 30 mín.

Rætur – þættir um fólk sem á rætur um allan heim Read More »

Scroll to Top