Myndbönd

Samstarf félagsmiðstöðvarinnar Frosta og Hagaskóla

Í þessu myndbandi ræða Sigríður Nanna, deildarstjóri í Hagaskóla, og Stefán Gunnar, forstöðumaður í Frosta, um skipulagt samstarf milli Frosta og Hagaskóla. Þar hafa þau að leiðarljósi, Samstarf, Samráð og Samvinnu ásamt því að leggja áherslu á virðingu og traust milli aðila og að það ríki jafnræði milli skóla og frístundastarfs.

Samstarf félagsmiðstöðvarinnar Frosta og Hagaskóla Read More »

Sund- og íþróttakennsla í Norðlingaskóla

Í þessu myndbandi er sýnt hvernig Sandra Rán Garðarsdóttir kennir yngstu nemendunum fyrstu sundtökin í bringusundi. Hún sýnir hvaða kennsluaðferðir hún notar til að nemendur nái þessari mikilvægu grunnfærni. Elvar Þór Friðriksson íþróttakennari sýnir hvernig farið er með með nemendum í gegnum hugleiðslu/slökun en það fyrirkomulag hefur skilað sér í betri virkni og líðan nemenda.  

Sund- og íþróttakennsla í Norðlingaskóla Read More »

Viltu tala íslensku við mig?

Grunnskólarnir í Grafarvogi og á Kjalarnesi hafa með samstilltu átaki innleitt nýjar leiðir í kennslu íslensku sem annars máls undir yfirskriftinni Viltu tala íslensku við mig? Markmiðið er að gera nemendur með íslensku sem annað mál að virkum þátttakendum í skólastarfinu og skólasamfélaginu. Sjá myndband um verkefnið sem sýnt var á menntastefnumóti 10 maí 2021.

Viltu tala íslensku við mig? Read More »

Töfrar leiksýningar 7. bekkjar í Melaskóla

Í þessu myndbandi er kynnt samvinna LoVe-teymisins (list- og verkgreinakennarar) við uppfærslu á leikriti 7. bekkjar í Melaskóla. Farið er í allt ferlið, frá smiðjum til sýningar. LoVe-teymið skipa list- og verkgreinakennararnir: María Oddný Sigurðardóttir, Svava María Þórðardóttir, Marta Hrafnsdóttir, Sesselja G. Magnúsdóttir, Magnús Valur Pálsson, Sonný Hilma L. Þorbjörnsdóttir, Sigrún Baldursdóttir og Sveinn Bjarki

Töfrar leiksýningar 7. bekkjar í Melaskóla Read More »

Draumaskólinn Fellaskóli

Í Fellaskóla er unnið að verkefni undir heitinu Draumaskólinn. Markmiðið með því er að nemendum bjóðist framúrskarandi menntun, nái góðum árangri þannig að þeir geti látið drauma sína rætast.Leiðarljós í skólastarfinu eru mál og læsi, leiðsagnarnám, tónlist og skapandi skólastarf. Sjá myndband um verkefnið þar sem deildarstjórar kynna kennsluhætti, leiðsagnarnám og fl.

Draumaskólinn Fellaskóli Read More »

Þematengt nám með byrjendalæsi

Í þessu myndbandi er sagt frá þematengdu námi á yngsta stigi í Húsaskóla þar sem unnið er eftir aðferðafræði Byrjendalæsis. Námsgreinar eru samþættar með áherslu á náttúrufræði, samfélagsfræði, stærðfræði og íslensku. Leitast er við að vinna skapandi verkefni þar sem verkum nemenda er gert hátt undir höfði. Unnið er í þverfaglegum teymum og nemendahópum þvert

Þematengt nám með byrjendalæsi Read More »

Smiðjan – Samþætting námsgreina, teymiskennsla, tækni og sköpun í unglingakennslu

Í þessu myndbandi er farið í heimsókn í smiðju í Langholtsskóla og kynnst teymiskennslu og skapandi námi með upplýsingatækni. Kennarar í Langholtsskóla ræða upplifun sína af teymiskennslu og samþættingu og hag ákveðinna námsgreina af samþættingunni. Einnig er komið inn á skipulag kennslunnar og hvernig reynt er að gera námsumhverfið og umgjörð námsins sem mest skapandi.

Smiðjan – Samþætting námsgreina, teymiskennsla, tækni og sköpun í unglingakennslu Read More »

Scroll to Top